Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 64
fuglar eru varðveittir í öðrum opinber-
um söfnum svo og einkasöfnum.
Nokkrir hamir eru í Dýrafræðisafninu
í Kaupmannahöfn (Zoologisk Muse-
um) og eru þeir merktir með ZM-
númeri. Loks er finnanda getið eða
prentaðra heimilda, þó einungis
þeirrar fyrstu, ef fyllri upplýsingar
hafa ekki komið fram í síðari heim-
ildum.
Eftirfarandi skammstafanir og tákn
eru notuð: ð = karlfugl, 9 = kven-
fugl, imm = ungfugl, ef ekki er um
frekari aldursgreiningu að ræða, ad =
fullorðinn, FD = fundinn dauður, N
= náð, en óvíst um afdrif.
í nokkrum tilfellum hafa ungfuglar
verið greindir til aldurs og eru þá not-
uð hugtök eins og „á fyrsta hausti“, „á
fyrsta vetri“, „ársgamall“, „á öðru
hausti" o.s.frv. Þetta á einkum við um
dvergmáfa og hringmáfa (Larus del-
awarensis). Aldur allra hringmáfa hef-
ur verið ákvarðaður, enda er það ein
af forsendum fyrir greiningu þeirra.
Upplýsingar um lifnaðarhætti og út-
breiðslu eru fengnar úr þriðja bindi
ritsins „The Birds of the Western Pale-
arctic“ (Cramp & Simmons 1983). Til
þess að forðast endurtekningar er ekki
vitnað frekar í þessa heimild. Röð teg-
unda og latneskar nafngiftir fylgja Vo-
ous (1977) og íslensk nöfn eru sam-
kvæmt 3. útgáfu þýðingar Finns Guð-
mundssonar á „Fuglum fslands og
Evrópu“ (Peterson, Mountford &
Hollom 1962).
Einkennum tegundanna er yfirleitt
ekki lýst, en bent skal á „Fugla íslands
og Evrópu“. Hér er fjallað um þrjár
tegundir, sem ekki er getið í þeirri
bók, en þær eru tiltölulega nýir flæk-
ingar í Evrópu. Það eru hláturmáfur
(Larus atricilla), sléttumáfur (Larus
pipixcan) og hringmáfur. Útliti þeirra
er lýst eins og unnt er í stuttu máli.
BÚNINGAR OG TEGUNDA-
GREINING
Máfar verða ekki greindir til kyns
úti í náttúrunni. Þó getur verið nokkur
stærðar- og litarmunur á kynjum. Bún-
ingur ungfugla er hins vegar oftast frá-
brugðinn búningi fullorðinna fugla.
Oft er ungfuglabúningur skyldra teg-
unda svipaður, og getur það torveldað
greiningu þeirra.
Allir fuglar skipta um fjaðrir a.m.k.
einu sinni á ári. Máfar skipta að hluta
til um búning á fyrsta hausti. Þá fella
fuglarnir flestar höfuð- og bolfjaðrir.
Eftir það fella þeir fjaðrir tvisvar á ári,
aðallega á haustin, en einnig að
nokkru á vorin. Þær tegundir, sem
hafa hettu á sumrin, missa hana að
meira eða minna leyti á haustin. Öfugt
við aðra máfa, sem hér verður minnst
á, skipta fullorðnir þernumáfar algjör-
lega um fjaðrir á vorin, en að hluta til
á haustin, og ungfuglar þeirra halda
búningi sínum fyrsta árið. Sléttumáfar
skipta alveg um búning tvisvar á ári,
nema á fyrsta hausti.
Nokkuð er mismunandi hve langan
tíma það tekur máfa að fá fullorðins-
búning. Stórir máfar fá þann búning
oftast á fjórða vetri, en minni máfar
nokkru fyrr. Af þeim tegundum, sem
hér er fjallað um, fá trjámáfar, rósa-
máfar og ísmáfar fullorðinsbúning á
öðrum vetri, sléttumáfar og þernumáf-
ar á öðru sumri (tveggja ára), en
hláturmáfar, dvergmáfar og hringmáf-
ar á þriðja vetri.
Þeim sem vilja kynna sér betur
greiningu og búninga máfa á hinum
ýmsu aldursskeiðum skal bent á Grant
(1986).
58