Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 67
3. mynd. Fullorðinn
sléttumáfur, I löfn í
Hornafirði, september
1984. - Adult Franklin’s
Gull (Larus pipixcan),
Höfn í Hornafirði, SE Ice-
land, September 1984.
(Ljósm Jphoto Ib Pet-
ersen).
Dvergmáfur (Larus minutus)
Varpheimkynni dvergmáfa eru í
norðaustanverðri Evrópu og Mið-
Asíu. Þeir verpa auk þess víða um
norðanverða Evrópu, s.s. í Hollandi,
Danmörku, Svíþjóð og Póllandi.
Dvergmáfar eru farfuglar er dvelja
að vetrarlagi við strendur Evrópu frá
Miðjarðarhafi norður til Eystrasalts og
einnig í Kaspíahafi. Þeir eru tíðir í
Mið-Evrópu um fartímann, sérstak-
lega á vorin. Á haustin fara þeir yfir-
leitt um Norðursjó og Ermarsund á
tímabilinu júlí til nóvember.
Dvergmáfar hafa nýlega numið land
vestan Atlantshafs. Þeir urpu fyrst í
Ontario, Kanada 1962 og hafa síðan
fundist verpandi í fleiri fylkjum Kana-
da, en einnig í Wisconsin í Bandaríkj-
unum (McRae 1984).
Tegund þessi verpur í flóum og mýr-
um, oft innan um aðra máfa, s.s.
hettumáfa. Að sumarlagi er fæða
dvergmáfa aðallega skordýr, en smá-
fiskar og krabbadýr á vetrum.
Dvergmáfar eru tíðir gestir hér á
landi, eins og eftirfarandi skrá ber
með sér:
1. Húsavík, S-Þing, 11. október 1908 („9“
imm ZM.45.225). Dinesen (1926). Dinesen
segir fuglinn hafa náðst 7. nóvember 1908,
en hér er fylgt dagsetningu í skrá safnsins í
Kaupmannahöfn, þar sem fuglinn er sagður
hafa náðst 11. október 1908, en það var haft
eftir Dinesen. Einnig er kyn fuglsins skráð
„9“ (innan gæsalappa).
2. Húsavík, S-Þing, síðla sumars 1941 (N,
imm). Finnur Guðmundsson (1942). Ham-
urinn virðist glataður.
3. Grímsstaðir í Mývatnssveit, S-Þing, vor og
sumar 1942 (ad), 11. júní 1942 (2 ad). Finn-
ur Guðmundsson (1944).
4. Reykjavík (Selsvör), 24. febrúar 1951
(sennilega á fyrsta vetri). Agnar Ingólfsson.
5. Reykjavík (Skúlagata), 20. nóvember 1953
(á fyrsta vetri). Arnþór Garðarsson.
6. Hafnarfjörður, Gull, 21. janúar 1954 (ad).
Agnar Ingólfsson.
61