Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 69
e
-------1------1-------
Jan Feb Mars
-+-
Apr
Maí
Júní Júli
Ág Sept
Okt
Nóv
Des
5. mynd. Myndin sýnir hvenær dvergmáfar hafa fyrst sést hér á landi allt til loka árs 1984.
Súlurnar sýna fjölda þeirra í hverri viku ársins. - First occurrences of Little Gulls (Larus
minutus) in Iceland. Each column represents number recorded per week. Records from
1981-1984 are included.
maí 1909 (Bjarni Sæmundsson 1911) og Vest-
mannaeyjum 10. febrúar 1913 (Bjarni Sæm-
undsson 1934). Til eru hamir af báðum þessum
fuglum, en það kom ekki í ljós fyrr en 1963 að
hér var um rósamáfa að ræða (munnl. uppl.
Arnþórs Garðarssonar).
Bjarni Sæmundsson kveður einn dvergmáf
hafa sést í nágrenni Vestmannaeyja árið 1921
(Bjami Sæmundsson 1934). Sá fugl er ekki tek-
inn með hér að framan vegna þess að allar
nánari upplýsingar vantar.
Tveir ungfuglar sáust í Reykjavík 2. nóvemb-
er 1933 og einn fullorðinn í október 1934 (Bjarni
Sæmundsson 1936). Þcssir fuglar eru ekki
skráðir hér að ofan á þeirri forsendu, að dverg-
máfar voru lítt þekktir hér á landi á þessum
árum. Meðal annars höfðu náðst tveir rósamáf-
ar, sem greindir voru sem dvergmáfar. Að auki
vantar nánari lýsingu á þessum fuglum.
Á Akureyri hafa þrisvar sést óaldursgreindir
fuglar, taldir vera dvergmáfar: 11. apríl 1950,
2.-8. apríl 1956 og í lok desember 1957. í
þessum tilvikum vantar fullgildar sannanir fyrir
því að um dvergmáfa hafi verið að ræða.
Vorið og sumarið 1942 sást fullorð-
inn dvergmáfur á Grímsstöðum í Mý-
vatnssveit og tveir þann 11. júní sama
sumar. Grunur lék á að þeir hefðu
orpið, en ekki tókst að afla fullgildra
sannana fyrir því (Finnur Guðmunds-
son 1944).
Dvergmáfar sjást hér á öllum tímum
árs, eins og 5. mynd sýnir. Þó eru þeir
einna tíðastir í seinni hluta maí og fyrri
hluta júní. Einnig ber nokkuð á dverg-
máfum í september. Meginhluti vor-
og sumarfuglanna eru ársgamlir, en
hins vegar sjást ungfuglar á fyrsta ári
afar sjaldan að vetrarlagi. Fullorðnir
fuglar sjást hins vegar meira og minna
á öllum árstímum og langflestir vetrar-
fuglanna eru fullorðnir.
Flestir fuglar sem sjást hér á vorin
og sumrin halda sig við tjarnir skammt
frá sjó. Ef Mývatnsfuglar eru und-
anskildir, sjást dvergmáfar ekki inn til
lands.
Dvergmáfar voru nær óþekktir hér á
landi fyrir 1930. Upp úr 1950 fer þeim
að fjölga, og mikil aukning hefur orðið
í fundum dvergmáfa hér á síðustu
árum. Um 45% fuglanna hafa sést eft-
ir 1980. Ætla má að hér eigi aukinn
fjöldi fuglaskoðara hlut að máli. Einn-
ig má vera að þetta stafi af þeim breyt-
ingum sem orðið hafa að undanförnu
og lýsa sér m.a. í landnámi vestanhafs
og auknum fjölda dvergmáfa við
Bretlandseyjar. Þess er e.t.v. ekki
langt að bíða, að dvergmáfar hefji
varp hér á landi, og ættu fuglaskoðarar
að hafa það í huga, þegar þeir koma í
hettumáfsvörp.
Þótt dvergmáfur sé minnstur allra
máfa hefur hann nokkra sérstöðu
meðal minni máfanna hvað búninga-
skipti snertir. Hann fær yfirleitt ekki
63