Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 72

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 72
v: 6. mynd. Fullorðinn trjámáfur, Botnsdalur í Hvalfirði, 12. júní 1980. — Adult Bona- parte's Gull (Larus philadelphia) Hvalfjörður, SW Iceland, 12 June 1980. (Ljósm.Iphoto Gunnlaugur Pétursson). (nr. 2) var mjög áleitinn við athugend- ur (munnl. uppl. Arnþórs Garðars- sonar). Þessir fuglar gætu hafa slæðst með hettumáfum frá ströndum N-Am- eríku. Hettumáfar sjást reglulega við Nýfundnaland og Nova Scotia að vetrarlagi, og eru þeir taldir vera að mestu af íslenskum uppruna, enda hafa fuglar merktir á íslandi endur- heimst á þeim slóðum (Agnar Ingólfs- son 1982). Trjámáfar eru mjög Iíkir hettumáf- um, sérstaklega í ungfuglabúningi. Þeir eru aðeins minni en hettumáfar, og fullorðnu fuglarnir hafa svarta hettu í stað dökkbrúnnar og nær hún aðeins lengra niður á hnakkann. Full- orðnir fuglar eru ívið grárri á baki og yfirvængjum en hettumáfar, en hand- flugfjaðrir á undirvængjum eru ljós- leitar, þannig að svipað mynstur er ofan og neðan á væng. Fætur eru rauðgulir (dökkrauðir á hettumáfum) og nef er svart allt árið og er hlutfalls- lega styttra en á hettumáf. A veturna missa fullorðnir trjámáfar hettuna, en eftir eru dökkir blettir á hlustaþökum. Ungir trjámáfar eru mjög líkir ungum hettumáfum. Nefið er þó svart og handflugfjaðrir ljósari að neðan og dekkri að ofan. Hringmáfur (Larus delawarensis) Hringmáfur verpur inn til landsins í norðvesturhluta Bandaríkjanna og V- Kanada. Hann verpur einnig við Vötn- in miklu, á Labrador og Nýfundna- landi. Vetrarstöðvarnar eru við Kyrra- haf og Atlantshafsmegin frá Maine til Vestur-Indía, en einnig lítillega við Vötnin miklu. Hringmáfar verpa yfirleitt í byggð- um í hólmum í ám og vötnum en einn- ig á gróðurlitlum sandeyrum. Þeir eiga það einnig til að verpa í lágum trjám. Hringmáfar dvelja við sjó utan varp- tíma og sjást þá oft í höfnum. Þeir yfirgefa varpstöðvarnar í síðari hluta júlí og byrjun ágúst. Vorfarið stendur yfir frá febrúar til apríl. Tiltölulega stutt er síðan hringmáfar fóru að sjást í V-Evrópu. Fyrir 1970 höfðu aðeins örfáir fuglar fundist, en þar á meðal þrír merktir (Dennis 1986). Fyrsti hringmáfurinn á Bret- landi sást 1973, en síðan hafa þar og á írlandi fundist um 450 fuglar, og fjölg- ar þeim árlega (Rogers o.fl. 1986). Hringmáfar hafa einnig sést í Svíþjóð, Frakklandi og einn á Svalbarða. Þeir eru nú orðnir einna tíðastir amerískra fugla í Evrópu. Á 19. öld og fram á þá 20. fækkaði hringmáfum í Ameríku, en mikil fjölg- un hefur orðið í stofni þeirra und- anfarna áratugi (Ludwig 1974, Cono- ver 1983). Getur það að hluta til skýrt fjölda þeirra í Evrópu á síðustu árum. Það sem torveldar greiningu hring- máfa, er hve líkir þeir eru stormmáf- um. Á það við um fugla á öllum aldri. 66 )
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.