Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 72
v:
6. mynd. Fullorðinn trjámáfur, Botnsdalur
í Hvalfirði, 12. júní 1980. — Adult Bona-
parte's Gull (Larus philadelphia)
Hvalfjörður, SW Iceland, 12 June 1980.
(Ljósm.Iphoto Gunnlaugur Pétursson).
(nr. 2) var mjög áleitinn við athugend-
ur (munnl. uppl. Arnþórs Garðars-
sonar). Þessir fuglar gætu hafa slæðst
með hettumáfum frá ströndum N-Am-
eríku. Hettumáfar sjást reglulega við
Nýfundnaland og Nova Scotia að
vetrarlagi, og eru þeir taldir vera að
mestu af íslenskum uppruna, enda
hafa fuglar merktir á íslandi endur-
heimst á þeim slóðum (Agnar Ingólfs-
son 1982).
Trjámáfar eru mjög Iíkir hettumáf-
um, sérstaklega í ungfuglabúningi.
Þeir eru aðeins minni en hettumáfar,
og fullorðnu fuglarnir hafa svarta
hettu í stað dökkbrúnnar og nær hún
aðeins lengra niður á hnakkann. Full-
orðnir fuglar eru ívið grárri á baki og
yfirvængjum en hettumáfar, en hand-
flugfjaðrir á undirvængjum eru ljós-
leitar, þannig að svipað mynstur er
ofan og neðan á væng. Fætur eru
rauðgulir (dökkrauðir á hettumáfum)
og nef er svart allt árið og er hlutfalls-
lega styttra en á hettumáf. A veturna
missa fullorðnir trjámáfar hettuna, en
eftir eru dökkir blettir á hlustaþökum.
Ungir trjámáfar eru mjög líkir ungum
hettumáfum. Nefið er þó svart og
handflugfjaðrir ljósari að neðan og
dekkri að ofan.
Hringmáfur (Larus delawarensis)
Hringmáfur verpur inn til landsins í
norðvesturhluta Bandaríkjanna og V-
Kanada. Hann verpur einnig við Vötn-
in miklu, á Labrador og Nýfundna-
landi. Vetrarstöðvarnar eru við Kyrra-
haf og Atlantshafsmegin frá Maine til
Vestur-Indía, en einnig lítillega við
Vötnin miklu.
Hringmáfar verpa yfirleitt í byggð-
um í hólmum í ám og vötnum en einn-
ig á gróðurlitlum sandeyrum. Þeir eiga
það einnig til að verpa í lágum trjám.
Hringmáfar dvelja við sjó utan varp-
tíma og sjást þá oft í höfnum. Þeir
yfirgefa varpstöðvarnar í síðari hluta
júlí og byrjun ágúst. Vorfarið stendur
yfir frá febrúar til apríl.
Tiltölulega stutt er síðan hringmáfar
fóru að sjást í V-Evrópu. Fyrir 1970
höfðu aðeins örfáir fuglar fundist, en
þar á meðal þrír merktir (Dennis
1986). Fyrsti hringmáfurinn á Bret-
landi sást 1973, en síðan hafa þar og á
írlandi fundist um 450 fuglar, og fjölg-
ar þeim árlega (Rogers o.fl. 1986).
Hringmáfar hafa einnig sést í Svíþjóð,
Frakklandi og einn á Svalbarða. Þeir
eru nú orðnir einna tíðastir amerískra
fugla í Evrópu.
Á 19. öld og fram á þá 20. fækkaði
hringmáfum í Ameríku, en mikil fjölg-
un hefur orðið í stofni þeirra und-
anfarna áratugi (Ludwig 1974, Cono-
ver 1983). Getur það að hluta til skýrt
fjölda þeirra í Evrópu á síðustu árum.
Það sem torveldar greiningu hring-
máfa, er hve líkir þeir eru stormmáf-
um. Á það við um fugla á öllum aldri.
66
)