Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 74
2
□ □
0
□
H H-f"t 1 < < \ t > I
I------1-----1------
Jan Feb Mars
□
□
—i-----1—
Apn Maí Júní
Júlí
Ag
□
i i i i i i i i i i i i i i i
—I------1------1------1
Sept Okt Nóv Des
8. mynd. Myndin sýnir hvenær hringmáfar hafa fyrst sést hér á landi.. Teknir eru allir
fuglar sem sést hafa til ársloka 1984. Súlurnar sýna fjölda þeirra eftir vikum. Notaður er
lágmarksfjöldi fugla. — First occurrences of Ring-billed Gulls (Larus delawarensis) in
Iceland. Each column represents number recorded per week. Records from 1981 — 1984 are
included. Only the minimum number of birds seen is taken into account.
Fjöldi einstaklinga, sem hér hafa
sést, er nokkuð óljós. Þeir eru a.m.k.
ellefu, en hugsanlega allt að nítján.
Þrír fullorðnir fuglar hafa sést í apríl
og ágúst til september, tveir tveggja
ára fuglar í aprfl, einn liðlega ársgam-
all í október og fimm ársgamlir frá
mars til júní (8. mynd). Þrisvar hafa
fuglar dvalið hér að sumarlagi, frá
mars og aprfl til september og októ-
ber, allt ársgamlir fuglar. Verið getur
að einhverjir ofangreindra fugla hafi
einnig haft hér vetrardvöl, en slíkt er
þekkt annarsstaðar í V-Evrópu. Því
gæti fjöldi einstaklinga í raun verið
minni en að ofan greinir.
Mikill fjöldi hringmáfa, aðallega
ungfuglar, sáust á Bretlandseyjum
árið 1981, og er talið að veðrátta á
austurströnd Bandaríkjanna hafi átt
þar hlut að máli (Vinicombe 1985).
Þeir fuglar, sem þá komu, eru taldir
hafa verið viðloðandi í a.m.k. tvö ár.
Fullorðnir fuglar eru sjaldséðir á Bret-
landseyjum að sumarlagi (hverfa á
vorin), en ársgamlir fuglar hafa hins
vegar oft sumardvöl þar. Hér á landi
virðist gæta svipaðrar tilhneigingar.
Hringmáfar eru að jafnaði lítið eitt
stærri en stormmáfar. Höfuðlagi
þeirra svipar til stórra máfa. Fuglar á
fyrsta ári hafa ljósara bak og vængi og
dekkri handflugfjaðrir en stormmáfar
á sama aldri. Fuglar á öðrum vetri eru
gráir á baki og vængjum, en handflug-
fjaðrir eru enn mjög dökkar með ein-
um eða engum hvítum blett á enda
handflugfjaðra. Stormmáfar hafa hins
vegar áberandi slíka bletti og eru held-
ur dekkri á baki. Hringmáfar á þessum
aldri hafa oftast leifar af dökkri stélrák
og rák yst á armflugfjöðrum, en storm-
máfar ekki. Fullorðna hringmáfa má
greina frá stormmáfum á svörtum
hring á nefi, sem þeir draga reyndar
nafn sitt af, gulara nefi, gulari fótum
og heldur minni vængblettum. Þeir
hafa einnig gula lithimnu í augum, en
stormmáfar brúna.
Rósamáfur (Rhodostethia roseá)
Rósamáfur er tiltölulega lítt þekkt-
ur, bæði hvað útbreiðslu, farleiðir og
lifnaðarhætti snertir. Fyrsti fuglinn
fannst á V-Grænlandi upp úr 1800, en
varpstöðvarnar ekki fyrr en öld síðar.
Varpheimkynni rósamáfa eru í NA-
Síbiríu, í ýmsum dölum og við árósa
nokkurra fljóta, sem renna í íshafið.
Fáeinir rósamáfar hafa orpið reglulega
undanfarin ár við Hudsonflóa í Kan-
ada. Rósamáfar hafa auk þess orpið
nokkrum sinnum utan hinna reglulegu
varpheimkynna, svo sem á V-Græn-
68