Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 81
13. mynd. Fundarstaðir ísmáfa á íslandi. Stærð punkta sýnir samanlagðan fjölda fugla.
Fuglar frá 1981-1984 eru teknir hér með. Auk þess eru nokkrir fuglar sem ekki er hægt
að staðsetja með vissu. - The distribution ofrecords of Ivory Gull (Pagophila eburnea) in
Iceland through 1984. The size ofthe dots indicates the total number ofbirds. There were
also a few birds that can not be accurately located.
þennan fugl á Oddeyri, og gæti það verið
sami fugl og komst í hendur Slaters og
sagður er hafa náðst snemma árs 1894 í
Eyjafirði (sjá nr.6).
2. ísland, (ad RM3199). Náttúrufræðistofnun
fékk gamlan uppsettan fugl frá skólasafninu
á Eyrarbakka í október 1967. Hann var frá
því um eða eftir aldamót. Verið getur að
fuglinn sé kominn frá P. Nielsen, þótt hann
minnist ekki á hann í dagbókum sínum.
3. Mynni Eyjafjarðar, Eyf, fyrir 1970 (d imm
RM3202). Sigurbjörn Ögmundsson.
G. C. Atkinsson, sem hér var á ferð sumarið
1833, telur sig hafa séð tvo ísmáfa (par) í Krísu-
víkurbjargi þann 17. júní, en ekki náð þeim
(Atkinsson 1833). Líklegast er að hann hafi
ruglast á ísmáfum og hvítmáfum, og er þeirra
því ekki getið hér að ofan.
Án efa hafa ísmáfar verið þekktir
hér við land á fyrri öldum. Eftirfarandi
lýsing, sem sennilega á við ísmáf, mun
vera eftir Jón Guðmundsson lærða, í
handriti Snorra Björnssonar, og þá frá
fyrri hluta 17. aldar: „Ýsadúfan, einn
spakur og hæglátur fugl, á vögst við
ritu, hvítur að lit og lítið
svarttaumóttur, tístir eða kurrar sem
dúfa, hún er í stórum hópum á hafísn-
um, einkum þeim ís er að rekur land-
norðri, eður úr því hvíta hafi. Komi
þeir til bæja, eru þeir fuglar sem tamd-
ir sjeu en fljúga þó út á ísinn aftur“
(Snorri Björnsson, ódags: 247).
ísmáfa er ekki getið í ferðabók Egg-
erts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
(1772), enda fjalla þeir einungis um
algengustu fugla hér á landi. Mohr
(1786) og Faber (1822) minnast heldur
ekki á ísmáfa, og er það Jónas Hall-
grímsson sem fyrstur getur um ísmáf á
L.
75