Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 87

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 87
Sigurður Steinþórsson: Hraði landmyndunar og landeyðingar INNGANGUR Til er dæmisaga sem lýsir eilífðinni. Fyrir utan borg nokkra er hár klettur. Lítill fugl kemur á 100 ára fresti og brýnir gogg sinn á klettinum. Af þess- um sökum eyðist kletturinn smám saman. Þegar hann er upp eyddur er liðin ein sekúnda af eilífðinni. Og þetta er kannski ekki svo fráleit samlíking. Það er algengt að bera jarðsöguna saman við almanakið: Ef 4500 Ma (milljón ára) saga jarðar jafn- gilti einu ári, eða 365 dögum, þá jafn- gilti mannsævin (75 ár) hálfri sekúndu, íslandsbyggð (1100 ár) hefði hafist fyrir 8 sekúndum, elsta berg íslands hefði myndast fyrir rúmlega einum degi (14,4 Ma, McDougall o. fl. 1984), tertíertíminn hafist fyrir 5 dögum (60 Ma) og kambríum fyrir 48 dögum. Svona er nú eilífðin löng, og land- mótun gerist víðast hvar svo hægt að menn greina hana ekki. Hér á landi verðum við þó vör við ýmislegt: eldgos, skriðuföll og jökul- hlaup. Þegar vegarstæði Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur var teiknað á 20 ára gamalt kort árið 1944 eða 1945 reyndust 20 m hafa eyðst af ströndinni á jafnmörgum árum (Einar B. Pálsson 1986, munnl. uppl.). Hér verður reynt að slá tölum á sum mikilvægustu ferlin, sem móta ísland. Allar eru þessar tölur meira eða minna ónákvæmar, en gefa þó vonandi efnis- lega réttar almennar niðurstöður. FRAMLEIÐSLA GOSBERGS OG RÚMMÁL ÍSLANDS Rúmmál gosbergs sem myndast hef- ur á íslandi sl. 10.000 ár hefur verið áætlað 420 km3, eða um 4,2 km3 á öld (Sigurður Þórarinsson & Kristján Sæmundsson 1979, Sveinn Jakobsson 1979), en Guðmundur Pálmason og Kristján Sæmundsson (1974) nota 4,5 km3 á öld. Til samanburðar var rúm- mál Skaftáreldahraunsins 1783 um 12 km3, sem er svipað og rúmmál stærstu dyngja, t.d. Skjaldbreiðar og Trölla- dyngju. Meðalhæð íslands yfir sjó er um 500 m. Heildarrúmmál landsins fyrir ofan sjávarmál er því um 51.500 km3 (= 103.000 km2 x 0,5 km), eða heldur meira en rúmmál þess gosbergs sem myndast á milljón árum (42.000 til 45.000 km3). Af þessum tölum má ráða að allt það berg sem er ofansjávar á íslandi hefði getað myndast á 1,2 Ma, sem jafngildir V12 hluta aldurs elsta bergs landsins (um 14,5 Ma). Sé gert Náttúrufræðingurinn 57 (1-2), bls. 81-95, 1987 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.