Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 91
anna. Þetta er í samræmi við það að
hraun eru almennt þróaðri um mitt
fsland en til enda gosbeltanna (3.
mynd), en „þróunarstig“ mætti túlka
sem hlutfall íblandaðs líparíts í basalt,
og kemur t.d. fram í styrk kalíums
(K20) í berginu.
Þegar litið er á skorpumyndun í
gliðnunarbelti yfir langan tíma má
nálgast rúmmálsdreifingu gosefna
þvert yfir beltið með parabólu. í reikn-
ingum sínum gerði Guðmundur
Pálmason (1973, 1981) ráð fyrir slíkri
dreifingu yfir 100 km breitt gosbelti,
þar sem hámarksframleiðsla í miðju
gosbeltinu svaraði til 2,7 km sigs á Ma.
Sé hins vegar litið til skemmri tíma
verður gliðnun í gosbeltunum um
gangakerfi sem eru 10—15 km breið,
og talið er að séu virk í 1—3 Ma.
Landsig ætti því að vera ennþá
hraðara en 2,7 km/Ma í slíkum ganga-
kerfum. Hraðast má ætla að landsigið
sé í virkum öskjum. Sigurður Þórarins-
son (1968) áætlaði að framleiðni gos-
efna í Grímsvötnum væri 1,5 km á
1000 árum, og safnist þetta efni að
mestu leyti í hinni 30 km2 öskju mundi
landsig í henni vera 500 m/1000 ár, og
allt efnið ofan við kvikuhólf á 3 km
dýpi endurnýjast á 60.000 árunt.
Eysteinn Tryggvason (1974) áætlaði
0,4—1 cm sig á ári (= 4—10 km/Ma)
um miðbik þriggja sniða yfir gosbeltin,
miðað við landið í kring: 0,6 cm/ár við
Voga á Reykjanesi, 0,4 cm/ár á Þing-
völlum og 1,0 cm/ár á Reykjaheiði í
Þingeyjarsýslu. Á Þingvöllum bendir
jarðfræðin til þess að land hafi sigið
um 70 m sl. 10.000 ár, eða um 0,7 cm/
ár að meðaltali. Mælingar Eysteins
benda til þess að sigs verði vart um 30
km til beggja hliða við miðju sprungu-
kerfis.
Á tveimur stöðum við enda gosbelt-
anna hefur sighraði verið metinn út frá
dýpi á yfirborðslög með þekktum eða
áætluðum aldri: Á Reykjanesi eru
dýpstu borholur (1800 m) enn í yfir-
borðshraunum og hafa Sveinbjörn
Björnsson o.fl. (1972) ályktað að
landsig hafi verið meira en 500 m/Ma
miðað við sjávarmál. Á Suðurlandi
(Mýrdal), nærri enda Suðurlandsgos-
beltisins, eru 2,6-3 Ma gömul setlög á
u.þ.b. 2 km dýpi. Bendir það til þess
að landsig hafi verið allt að 900 rn/Ma
(Ólafur Flóvenz 1981).
Enn mætti huga að landsigi í tertíer-
um eldstöðvum, sem kortlagðar hafa
verið. Utan við Þingmúla- og
Breiðdalseldstöðvarnar (Walker 1963,
Carmichael 1964) má sjá að basalt-
hlaðinn hefur svignað undan myndun-
um frá þeim, og áætlaði Walker (1963)
að sig þetta næmi um 600 m við Þing-
múla en 300 m í Breiðdal. Þessar eld-
stöðvar hafa á sínum tíma líkst Kverk-
fjöllum í því að myndast á fremur
stöðugri skorpu í útjaðri gosbeltis.
Annars hefðu þær grafist djúpt undir
yngri myndunum og sæjust ekki á yfir-
borði. Gangakerfi þeirra er fremur
mjótt, þannig að gliðnun hefur ekki
verið mikil, enda runnu mikil sprungu-
hraun frá öðru eldstöðvakerfi að
Breiðdalseldstöðinni á sama tíma og
hún var virk. Eldstöðvar af þessu tagi
— Snæfell er annað dæmi — sem
standa á þykkri skorpu og hafa hátt
hlutfall af eðlisléttum bergtegundum,
hegða sér þannig talsvert ólíkt því sem
vænta má um eðlisþungar eldstöðvar í
miðju gosbelti (Askja, Krafla, Heng-
ill).
Niðurstaða þessarar umræðu er sú,
að (a) landsig sé breytilegt eftir gos-
beltunum og sé mest um miðbik lands-
ins, staðbundið allt að 10 km/Ma, (b)
að framleiðni gosefna breytist á sama
hátt, (c) að meira en 10% gosefna séu
endurbrædd þar sem mest er, (d) enda
breytist efnasamsetning þeirra í sam-
ræmi við það eftir gosbeltunum.
85