Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 91

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 91
anna. Þetta er í samræmi við það að hraun eru almennt þróaðri um mitt fsland en til enda gosbeltanna (3. mynd), en „þróunarstig“ mætti túlka sem hlutfall íblandaðs líparíts í basalt, og kemur t.d. fram í styrk kalíums (K20) í berginu. Þegar litið er á skorpumyndun í gliðnunarbelti yfir langan tíma má nálgast rúmmálsdreifingu gosefna þvert yfir beltið með parabólu. í reikn- ingum sínum gerði Guðmundur Pálmason (1973, 1981) ráð fyrir slíkri dreifingu yfir 100 km breitt gosbelti, þar sem hámarksframleiðsla í miðju gosbeltinu svaraði til 2,7 km sigs á Ma. Sé hins vegar litið til skemmri tíma verður gliðnun í gosbeltunum um gangakerfi sem eru 10—15 km breið, og talið er að séu virk í 1—3 Ma. Landsig ætti því að vera ennþá hraðara en 2,7 km/Ma í slíkum ganga- kerfum. Hraðast má ætla að landsigið sé í virkum öskjum. Sigurður Þórarins- son (1968) áætlaði að framleiðni gos- efna í Grímsvötnum væri 1,5 km á 1000 árum, og safnist þetta efni að mestu leyti í hinni 30 km2 öskju mundi landsig í henni vera 500 m/1000 ár, og allt efnið ofan við kvikuhólf á 3 km dýpi endurnýjast á 60.000 árunt. Eysteinn Tryggvason (1974) áætlaði 0,4—1 cm sig á ári (= 4—10 km/Ma) um miðbik þriggja sniða yfir gosbeltin, miðað við landið í kring: 0,6 cm/ár við Voga á Reykjanesi, 0,4 cm/ár á Þing- völlum og 1,0 cm/ár á Reykjaheiði í Þingeyjarsýslu. Á Þingvöllum bendir jarðfræðin til þess að land hafi sigið um 70 m sl. 10.000 ár, eða um 0,7 cm/ ár að meðaltali. Mælingar Eysteins benda til þess að sigs verði vart um 30 km til beggja hliða við miðju sprungu- kerfis. Á tveimur stöðum við enda gosbelt- anna hefur sighraði verið metinn út frá dýpi á yfirborðslög með þekktum eða áætluðum aldri: Á Reykjanesi eru dýpstu borholur (1800 m) enn í yfir- borðshraunum og hafa Sveinbjörn Björnsson o.fl. (1972) ályktað að landsig hafi verið meira en 500 m/Ma miðað við sjávarmál. Á Suðurlandi (Mýrdal), nærri enda Suðurlandsgos- beltisins, eru 2,6-3 Ma gömul setlög á u.þ.b. 2 km dýpi. Bendir það til þess að landsig hafi verið allt að 900 rn/Ma (Ólafur Flóvenz 1981). Enn mætti huga að landsigi í tertíer- um eldstöðvum, sem kortlagðar hafa verið. Utan við Þingmúla- og Breiðdalseldstöðvarnar (Walker 1963, Carmichael 1964) má sjá að basalt- hlaðinn hefur svignað undan myndun- um frá þeim, og áætlaði Walker (1963) að sig þetta næmi um 600 m við Þing- múla en 300 m í Breiðdal. Þessar eld- stöðvar hafa á sínum tíma líkst Kverk- fjöllum í því að myndast á fremur stöðugri skorpu í útjaðri gosbeltis. Annars hefðu þær grafist djúpt undir yngri myndunum og sæjust ekki á yfir- borði. Gangakerfi þeirra er fremur mjótt, þannig að gliðnun hefur ekki verið mikil, enda runnu mikil sprungu- hraun frá öðru eldstöðvakerfi að Breiðdalseldstöðinni á sama tíma og hún var virk. Eldstöðvar af þessu tagi — Snæfell er annað dæmi — sem standa á þykkri skorpu og hafa hátt hlutfall af eðlisléttum bergtegundum, hegða sér þannig talsvert ólíkt því sem vænta má um eðlisþungar eldstöðvar í miðju gosbelti (Askja, Krafla, Heng- ill). Niðurstaða þessarar umræðu er sú, að (a) landsig sé breytilegt eftir gos- beltunum og sé mest um miðbik lands- ins, staðbundið allt að 10 km/Ma, (b) að framleiðni gosefna breytist á sama hátt, (c) að meira en 10% gosefna séu endurbrædd þar sem mest er, (d) enda breytist efnasamsetning þeirra í sam- ræmi við það eftir gosbeltunum. 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.