Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 97
7. mynd.
(a) Setkragi utan um
landgrunnsbrúnina fyrir
SA-landi. Ytri ferillinn
sýnir landgrunnsbrúnina
skv. dýptarmælingum,
innri ferillinn berggrunns-
brúnina. (Leó Kristjáns-
son o.fl. 1977).
(b) Snið gegnum setkrag-
ann suður af íslandi. Sýnt
er sjávarmál, setið (punkt-
ar) og berggrunnurinn
(skástrik). (Leó Kristjáns-
son 1976).
(c) The outer curve delin-
eates the bathymetric
edge of the Iceland shelf,
the inner curve, based on
magnetics, that of the base-
ment shelf edge. Between
the two is a wedge of se-
diments up to 2 km thick
(Kristjansson et al. 1977).
(b) Cross section through
the sedimentary wedge
(dotted) south of lceland
(Kristjánsson 1976).
landinu (Leó Kristjánsson 1986,
munnl. uppl.), að þverskurðarflatar-
máli 1-5 km2. Setlög þessi mynda um
250 km langan kraga fyrir SA-landi og
100 km kraga fyrir Norðurlandi. Rúm-
mál þeirra er þá 7-9000 km3 sem sam-
svarar 5-7000 km3 af föstu bergi.
Þetta svarar til 200—280.000 ára ár-
framburðar, skv. ofangreindum tölum
í kafla um framburð sets með straum-
vötnum, og sýnir að setið hefur stutta
viðstöðu við ísland áður en það berst
áfram út í hafsauga.
Um S- og SA-land eru einnig miklir
setbunkar á landi og ná langt niður
fyrir sjávarmál. Mælingar Hreins Har-
aldssonar (1981) á Markarfljótsaurum
benda til þess að seint á ísöld hafi
myndast brimstallur 70-80 m neðan
við núverandi sjávarborð, og á honum
hvíli set, um 100 m þykkt að meðaltali.
Setbunkinn sjálfur hefur áhrif á flot-
jafnvægi, þannig að sandur þessi gæti
hafa myndast á eftirfarandi hátt:
100 m þykkt set hvílir á berggrunni
80 m neðan við sjávarmál, þannig að
yfirborð þess er 20 m yfir sjó. Tökum
setið burt, og botninn hækkar um
u.þ.b. 50 m, þ.e. dýpi er 80 - 50 = 30
m. Lækkum sjávarmál almennt um 23
m; botninn hið næsta landinu rís þá
um 7 m, og er þá við sjávarmál. Skv.
þessari einföldu greiningu þurfti 23 m
almenna sjávarborðslækkun til að
koma þessu rofi og setmyndun af stað.
Hér hefur verið reiknað með stað-
91