Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 13
LANDSLAG Á SKAGAFJALLGARÐI
7
gildi og lítilsháttar frávik frá því breyta litlu í framhaldinu. Við reiknum nú
framhaldið eftir tveimur forsendum, veldisvxsinum s/2 og 1. Hið fyrra gefur
dV =-a(Vo-V)^ (V0/2)-^dt eða 3(V0-V)^-3(0,05 V0)W = (V0/2)^ t/T
(lína 5, mynd 1), sem gefur eyðingartimann Ti = 1,61T fram að V = V0/2.
Hitt tilfellið gefur V0 —V = 0,05 V0 e'/T (lína 4, mynd 1), með eyðingartíman-
um Ti = 2,3T. Ef gildið 2T fyrir eyðingartímann er notað, er líklegt að
skekkjan nenti aðéins fáum tíundupörtum af T. Aldur landslags með V = V0/4
væri þá um 2,65T. Eyðingarhraði í slíku landslagi væri hins vegar sá, að með
honum óbreyttum mundi eyðingin hafa tekið timann 3T eða 2,12T eftir því
hvort lína 3 eða lína 2 er notuð, og meðaltalið 2,56T má teljast jafnt áður
fengnu gildi.
Aldur slíks landslags, þar sem yA a£ upphafsrúmmáli eru eyddir,
má finna með einföldum hlutfallareikningi, ef tíminn, sem minni-
háttar landeyðing þá tekur er þekktur, og þessi ályktun helzt, þótt
smávægilegar breytingar væru gerðar á forsendum reikningsins.
Þessi ályktun af reikningunum verður notuð lítillega síðar í þess-
ari grein, og þá gert ráð fyrir, að upphafsris landsins hafi verið
hratt miðað við eyðingu .Að öðru leyti er það um reikningana að
segja, að mjög er athyglisvert hvað hinar almennu forsendur, sem
eru fyrst og fremst rúmfræðilegar, setja þróun lands þröng mörk.
Að svona reikningi ætti að geta verið mikið gagn, á því bili, þar
sem land er eytt að V10 til 9/10. Sjálft upphaf og endir þróunar-
innar verður ekki ráðið við á þennan hátt, og hlutfallshraði lyft-
ingar og eyðingar, sem erfitt getur verið að dæma um, gæti haft
verulega þýðingu.
Um aldur landslags hér á landi varð snemma ágreiningur. Á
tímum Þorvaldar Thoroddsens var það almenn skoðun, að aliir
megindrættir landslagsins væru mun eldri en ísöldin, en um og
eftir síðustu aldamót komu til sögunnar, við rannsóknir Helga
Pjeturss, jökulmyndanir, að því er hann taldi, sem eldri eru en
megindalir. Voru þær frá miklu eldri ísöld, eins og dr. Helgi hélt
fyrst, eða hafði dalamyndun hér orðið svona miklu hraðari en
menn héldu? Flestir hafa hneigst að síðari skoðuninni, og eftir
áður sögðu um árframburð, gat hún staðist. Þó hef ég aldrei getað
fellt mig við hana, eins og komið hefur fram í nokkrum ritgerð-
um, meðal annars hér í tímaritinu (sjá einnig Guðm. Kjartansson,
Náttúrufræðingurinn 1956; bls. 122). Landslagið á Skagafjallgarð-
inum opnar nú nýja leið til að ræða þessa spurningu og ef treysta
má þeim niðurstöðum, sem fengist hafa hér á landi og víðar um