Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1958, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1958, Side 27
BLÁGRÆNÞÖRUNGAR 35 um er þannig háttað, að þörungurinn annast um tillífun kolsýr- unnar, en sveppurinn sér um flest önnur störf. Þekkt er og sam- lífi blágrænþörunga við litlausa svipuþörunga og frumdýr. Einnig lifa nokkrar tegundir sem sníklar í meltingarfærum manna og dýra. Sambú og þal. Blágrænþörungarnir eru yfirleitt mjög smávaxnar jurtir, og ekki sýnilegir berum augum nema þeir komi margir saman. Einstakar frumur og frumukeðjur eru langoftast milli 1 og 10 \i á breidd og 2. mynd. a Aphanothece stagnina (X 660). Sambú, frumurnar í sameiginlegu hlaupi. b Chroococcus turgidus (X 800), c Merismopedia tenuissima (x 460). Sambú, frumurnar í einum fleti. (G. M. Smith). sambúin milli 10 og 1000 \i (= 1 mm). Það er fyrst þegar myndast hafa stór samfélög einstaklinga af einni eða fleiri tegundum, að gróður þessi verður áberandi, sem blágrænar breiður, skánir eða kúlur, eða sem vatnablómi. Frumstæðustu tegundir blágrænþörunga eru einfrumungar, en sjaldnast eru þeir einir sér heldur fleiri saman í sambúi (kóloníu). Sambú þessi eru mismunandi að stærð og lögun, stundum eru aðeins fáir einstaklingar í hverju þeirra, en oft skipta þeir hundr- uðum. Sambúið helzt saman af slímkenndum efnum, sem frumurnar gefa frá sér, en frymistengsl eru engin. Skipan frumanna í sambú- inu er stundum mjög reglubundin og kemur hún fram við það, að frumurnar skipta sér eftir ákveðnum reglum og færast ekki úr stað á milli skiptinga. Algengara er þó hitt, að frumurnar færist

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.