Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 61

Náttúrufræðingurinn - 1958, Síða 61
RITFREGN 51 lagi auglýsa þeir með því okkar eiginn vanmátt og í öðru lagi fara út úr landinu verðmæt söfn jurta og dýra, sem aldrei eiga afturkvæmt hingað. Skulum við nú snúa okkur að sjálfu ritinu. Höfundurinn Gunnar Degelíus, sem er forstöðumaður Grasgarðsins í Gautaborg, var hér á ferðinni sumarið 1956. Kom hann hingað í því skyni að athuga, Iivaða tegundir trjáfléttna fynd- ust hér. Fór hann víða um landið og heimsótti helztu skógarlendur okkar sunnan- norðan- og austanlands. Alls rannsakaði hann 12 svæði, þar á meðal stærstu skógana og safnaði miklu af fléttum, aðallega af birkinu. Hafði enginn áður rannsakað þessa hluti sérstaklega. Ritinu skiptir höfundurinn (auk formálans) í 5 kafla: I. Birkigróður íslands. II. Fléttuflóra birkisins. III. Gróðurfélög trjáfléttnanna. IV. Listi yfir trjáfléttutegundirnar. V. Ályktanir. í I. kafla ritsins lýsir höfundurinn hverri skógarlendu, er hann rannsakaði, út af fyrir sig. Hann tilfærir ekki eingöngu fléttugróður trjánna, heldur og allar helztn tegundir æðri jurta, sem einkenna skógarsvörðinn. Og ýmsar athyglis- verðar mosategundir fara lieldur ekki fram hjá honum. Auðugastur af trjá- fléttum var birkiskógurinn í nánd við Skaftafell í Austur-Skaftafellssýslu. Þar fann höfundurinn 31. tegund. I II. og III. kafla skilgreinir höfundurinn fléttutegundirnar og minnist lítil- Iega á gróðurfélög þau, er þær mynda á trjánum. Meiri hluti þeirra telst til skorpufléttnanna, aðeins fáeinar eru blaðfléttur. Þá gerir höfundurinn saman- burð á trjáfléttugróðri okkar og annarra norrænna landa, þar sem lífsskilyrði eru lík. Alls eru kunnar héðan 102 tegundir trjáfléttna og eru 2 þeirra óþekktar annars staðar í Evrópu; vex önnur þeirra í Grænlandi og hin í Norður-Ameríku. Þá fann höfundurinn 31 tegund, sem ekki var áður vitað um að yxu hér. IV. kaflinn er ýtarlegur flórulisti yfir þessar 102 fléttutegundir. Þar er getið fundarstaða og finnenda, sagt á hvaða trjátegundum þær vaxi og skýrt frá röngum og vafasömum nafngreiningum. Er listi þessi saminn af mikilli kost- gæfni. í síðasta kaflanum dregur höfundurinn ýmsar ályktanir af rannsóknum sín- um, sér í lagi að því er snertir tilkomu fléttugróðurins á íslenzka grund. Telur hann, að sumar tegundirnar muni vera ævagamlir innflytjendur, sennilega frá einhverju hlýviðrisskeiði jökultímans eða jafnvel eldri. í lok ritsins er svo stutt yfirlit yfir niðurstöður rannsóknanna, og auk þess ýtarleg skrá yfir bækur þær, sem höfundurinn hefur notað við samningu ritsins; meðal annars má líta nokkrar ritgerðir á íslenzku. Ritinu lýkur svo með 4 skemmtilegum ljósmyndum af skógargróðri, sem höf- undurinn hefur sjálfur tekið. Ritið allt er samið af mikilli vandvirkni og góðri þekkingu á íslenzkum stað- háttum, og verður vissulega gott innlegg fyrir þá Islendinga, sem bera síðar meir gæfu til að rannsaka fléttugróður landsins út I yztu æsar. Ingimar Óskarsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.