Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 10
56
NÁTTÚRUFR.
oftast niðursveigðri trjónu, með grunnri sýlingu í oddinn. Hæð
ca. 20 cm. Vex í mýrum.
Kussungsstaðaafrétt í Hvalvatnsfirði N. 1926. I. Ó. Líkist
mjög gullstör, en er öll stórgerðari, og sérstaklega trjónulengri.
7. Carex rufina Dr. Raioðstör (St. Std., Sk. 1931—32,
bls. 36).
Greining:
I. Toppaxið með karl og kvenblómum, karlblómin neðst.
A. 2 fræni.
1. Hulstrin hvít, smánöbbótt, ti'jónulaus. Carex bicolor•
Fl. Isl., bls. 41.
2. Hulstrin græn, stutttrýnd. C. rufina■
5. mynd. Rauðstör. b. kvenblóm, c. hulstur. (Úr Blytt).
Lýsing:
Stráin uppsveigð og mynda ásamt blómlausu sprotunum
Jausar þúfur eða toppa, oft allstóra um sig, er skera sig allgreini-
l,ega úr gróðrinum í kring. Blöðin mjó, flöt, ljósgræn og all-
miklu lengri en stráin. Öxin 3—5, oftast 3, aflöng, allþéttstæð.
Neðri öxin eru með kvenblómum eingöngu, en toppaxið með
kvenblómum að ofan, en nokkrum karlblómum neðst. Stoðb.lað-
jð laufblaðkennt, nokkru lengra en blómskipunin. Kvenaxhlíf-
arnar dökkar með rauðleitri slikju. Axhlífar karlblómanna rauð-