Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 36
NÁTTÚRUFR. 82 orðið samfrosta í jöklinum, og aldrei sézt eða fundizt, fyrr en jökullinn skilaði líkum þeirra á endastöð sinni. En þótt hér sé oft um óraveg að ræða og áratugi, sem líkin hafa verið á leið- inni, hafa þau varðveitzt ágætlega, Jíkt og skrokkarnir af mammútdýrum þeim, er fundizt hafa í snjóbreiðum Síberíu, og víst er um, að þar hafa geymst þúsundum ára saman. Árið 1788 urðu á íslandi eldgos þau hin miklu, er nefnd hafa verið Skaftáreldar. Ein tilraunin, sem gerð var af íbúum þessara sveita til þess að bjarga sér frá öllum þeim hörmungum, vatnsflóðum og eiturgufum, er gosinu voru samfara, var sú, að flýja til fjallanna og freista að komast yfir þau, þar sem, til að sjá, einhver rénun virtist vera á gosunum og eiturmekki þeim, er út frá þeim lagði. En á þessum skelfingatímum var sem allar leiðir til lífs og bjargar væru lokaðar. Þegar upp í fjöllin kom, skullu öskubyljir með frosthörkum yfir ferðafólk- ið, er allt eða flestalls, varð þarna úti. Tæpum hundrað árum síðar fundust, svo að segja fyrir tilviljun eina, lík af fjórtán manns, er á svona ferðalagi hafði orðið til þar uppi á jöklinum. I júnímánuði árið 1876 ferðaðist um ísland lærður Englend- ingur, er Tómas Housding hét, og aðallega í þeim erindum, að skoða og rannsaka jökla þar í landi. í Vatnajökli sunnanverð- um rakst hann á skriðjökul, er runnið hafði á leið sinni ofan yfir feiknamikið gil eða gljúfur, og niður úr honum, þarna í gilinu,. hafði myndazt tota afar mikil, líkt og vínþrúga í laginu; var hún um 20 metra á lengd, 8 m. á þykkt og 15 m. á breidd. Jökul- tota þessi vakti þá athygli Housdings, að hann lét sig síga í sterkri festi, er fylgdarmenn hans héldu í efri endann á, alla leið ofan á móts við totu-endann. Hér var jökullinn vitanlega orðinn meir og minna gegnsær, og sá Housding þar lík af manni inni í klakanum. Reyndi hann með ísöxi, ,er hann hafði með sér, að komast að því, og var lengi að bisa við það, en árangurs- laust. Þegar Housding kom upp til manna sinna, urðu umræður um þessi íslík, og sögðu þá fylgdarmenn hans honum ýmis dæmi þess, að slík lík hefðu áður fundizt við og við, er nokkurn veg- inn vissa væri fyrir, að hefðu geymst þannig í jöklinum um heila öld eða lengur. Við þessar frásagnir óx áhugi Iiousdings um allan helming. Daginn .eftir lét hann bora sprengiholur þvert yfir skriðjökulstotuna, þar sem hún mjakaðist fram af gljúfur- barminum, og fylla þær skotpúðri, í þeirri von að totan spryngi frá og steyptist niður í gljúfrin, molaðist þar sundur og yrði þá. hægra um vik með rannsóknir á því, er hún hafði í sér að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.