Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFR. 65 II. Gosið. 1. Athuganir sunnanlands: Það fyrsta sem mun hafa sést til gossins var á föstudags- lcvöldið, 30. marz. Þá var Guðmundur Einarsson, listmálari, staddur uppi á Skálfelli norður af Svanastöðum. Virtust honum þá fimm blossar brenna yfir Vatnajökli. Á tólfta tím- anum þetta kvöld, urðu tveir drengir, sem komu utan úr Ör- firisey varir við eldinn og sögðu næturvörðum Reykjavíkur írá. Jón næturvörður Jónsson, frá Laug segir svo frá: „Við næturverðir gengum nú upp að Leifsstyttu á Skólavörðu- holti. Sáum við þá — í stefnu á Hamrahlíð — gjósa upp blossa við og við með stuttu millibili. Svo virtist þetta liggja niðri um hálftíma eða svo, en hjelt síðan áfram svo að segja viðstöðulaust fram undir morgun.Um kl. 4 um nóttina magn- aðist þetta mjög, kom þá eins og skýstrókur eða mökkur með miklum hraða, langt upp á himininn, ýmist hækkandi eða lækkandi. Stundum var mökkurinn einn samanhangandi bjarmi og eldglæringar upp úr. Þetta hélst viðstöðulaust þar til bjart var orðið. Svo þjettir voru blossarnir að eitt sinn töld- um við 60 á 20 mínútum".1) Vilhjálmur Árnason á togaranum Gyllir skýrir frá: ,,Um 11 á föstudagskvöldið (30.3.) er við vorum að leggja af stað af Selvogsgrunni, sá eg ljósglampa í austri. Við vorum vestar- lega á ,,bankanum“ og var bjarminn í stefnu af Heklu. tJr þessu sást bjarminn altaf við og við alla nóttina og var mjög greinilegt að þetta var eldgos. Bjarminn sást einnig eftir að við komum fyrir Reykjanes, inn í Faxaflóa".1) Laugardaginn 31. apríl, sást til gossins allan daginn frá Reykjavík. Var þá heiður himinn og skyggni ágætt. Sást bólst- ur um daginn yfir Hamrahlíð, ýmist óðfluga hækkandi eða lækkandi með sama hraða. Þegar skyggja tók um kvöldið sáust eldleiftur mjög greinilega og bjarmi hátt á loft upp. Sama dag er Hannes póstur á Núpsstað á ferð vestur yfir Skeiðarárjökul. Kl. 3,30 verður hann var gossins. (Sjá skýrslu hans um hlaupið hér að framan.) Kl. 8 þennan dag verður Oddur í Skaptafelli var við smá leiftur og útvarpstruflanir. 1) Morgunblaðið 1. apríl. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.