Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 49
95
NATTÖRUFR.
leyfilegt að ímynda sér, að hér mætti einnig rækta býflugur.
Við höfum villibýflugur, sem komast furðu vel af, þó enginn
byggi þeim hús og hirði um þær, og trúlegt finnst mér, að sól-
skinið á mörgum stöðum hér á landi sé engu minna en í ýmsum
býræktarhéruðum annara landa. í Noregi er t. d. býflugnarækt
svo langt norður í landi, að svarar til útkjálkasveita í Þingeyjar-
og Múlasýslum. Norðmenn leggja talsverða stund á býflugna-
rækt og hafa margir af því góðar tekjur. Þar eru dæmi til, að
ein býkúpa hefir gefið mest af sér 100 kg. af hunangi yfir sum-
arið, en 15 kg. eru talinn meðalarður af hverri kúpu, og verðið
á einu kíló hefir verið allt að 6 kr. Bezt hefir gefizt að hafa kúp-
urnar eða býflugnabúin í nánd við smáraekrur. Smárablómin
gefa ágætt hunang. Annars koma afarmörg önnur blóm til
greina, svipuð blóm ogvaxa hjá oklcur.
Norskt hunang hefir fengið bezta orð á sig á útlendum
markaði.
„Við skulum aldrei segja aldrei“, segja Danir. — Við skul-
um ekki fortaka um neinar ræktunartilrunir hjá okkur eftir að
við höfum séð og reynt svo margt, sem vel hefir tekizt.
Allir voru trúarlitlir á tilraunir Vísa-Gísla á Hlíðarenda og
síra Björns í Sauðlauksdal, þegar þeir fyrst voru að gróöursetja
útlendar nytjajurtir í íslenzkum jarðvegi. En allt fór betur en
ætlað var.
Útlendingar, sem komatil Akureyrar, dáðst að mörgu blóm-
görðunum og trjávextinum. Og þeim, sem eldri eru og muna þá
tíð, er svo að segja engin rækt var lögð við vora frjóvu mold,
þeim má þykja það galdri líkast, hve miklar framfarir hafa orð-
ið á síðasta mannsaldri í túnrækt, garðrækt, blómrækt, korn-
rækt og skógrækt. Þó eru sjálfsagt enn furðulegri þær fram-
farir í hverskonar rækt, sem komandi kynslóð á fyrir höndum
að sjá.
Á ferð minni meðal Vestur-íslendinga 1923, heimsótti eg
einn fróðleiksmanninn af mörgum. Hann átti margar bækur og
kunni um margt að spjalla. Ilann hét Árni S. Mýrdal og bjó
vestur við Kyrrahaf. Hann hafði óbilandi trú á framtíð Islands
og þóttist viss um, að þar gætu þrifist vel margskonar jurtir og
dýr þau, sem engan dreymdi um nú. Og eg gleymi aldrei einu,
sem hann sagði. Honum fórust orð eitthvað á þessa leið:
„Það þarf að gera margar og ítrekaðar tilraunir. Það þarf
að reyna fræ af jurtum og trjám víðsvegar að frá kaldari lönd-
um, bæði á Norður- og Suðurhveli jarðar, þar sem loftslag og