Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 59
NÁTTÚRUFR. 105 nú um íslenzkar tegundir blómplantna, og útbreiðslu þeirra, en þó skortir nokkuð á, að fullkomið sé. Sem dæmi skal það nefnt, að kræklurót er ekki talin vaxa á Suðurlandi. Sú villa hefir ef til vill slæðst inn í útgáfuna úr Flóru Stefáns. Mér er kunnugt um, að kræklurót er all-algeng að minnsta kosti víða í Árnessýslu, eg hefi fundið hana þar hjá Minni Borg, Björk og á Lyngdalsheiði, og það meira að segja all-mikið af henni. Þá er Orchis latifolius (ástagras) aðeins talinn vaxa við Kaldalón, — eins og í flóru —, en hann hefi eg fundið við Hesteyri, og ákvörðun mín hefir verið stað- fest af sérfræðingum á grasasafninu í Höfn. Aftan við bókina eru glöggar skýringar (einnig á ensku) á öllum fagheitunum, sem fyrir koma, sem og plöntuheiti á latínu, færeysku og íslenzku. Verður ekki annað sagt, en að bókin beri langt af því, sem venja er til um erlendar bækur, um stafsetningu islenzku nafnanna, og er það góðra gjalda vert. Loks hefir bókin þann kost, að hún er ódýr; í Kaupmanna- höfn kostar hún aðeins 6.50 kr., líklega eitthvað meira í verzlun- um hér. Vil eg ráða öllum flóruvinum, sem skilja ensku, til þess að kaupa þessa bók, og nota hana við gróðurrannsóknir sínar, jafnhhða Flóru Stefáns, ef þeir eiga hana. Maurice Maetcrlinck: Býflugur. — Bogi Ólafsson þýddi. — Brot: Octavo. 223 bls. 7 kr., óinnbundin. Eitt af ritum Þjóvinafélagsins á þessu ári (Bókasafn Þjóð- vinafélagsins, VII.), er bók sú, sem að ofan er nefnd. Hún er eftir frægan, hollenzkan rithöfund, einn af þeim fáu, sem hlotið hafa bókmenntaverðlaun Nobels, fyrir ritstörf sín- Meðal mestu rithöfunda heimsins, er Maeterlinck einn af mörgum, sem náttúran, og hin mörgu viðfangsefni hennar, hafa heillað. Mörg- um Islendingum mun kunnugt, að Goethe, og William Bergsöe voru náttúrufræðingar með lífi og sál, og flestir kannast við rit Kiplings. — „Býflugur“ er talin ein af beztu bókum Maeterlincks. Má óhætt fullyrða, að skáldinu hefir prýðilega tekizt að gera efnið fjörugt og skemmtilegt, enda er bókin þrungin anda og samúð með náttúrunni frá byrjun til enda. Þó ber á því á einstöku stöð- um, að framsetningin er ekki eins Ijós og æskilegt væri, enda háir sá galli öllum þeim þýðingum, sem eg hefi séð. — Samt er þetta atriði svo lítilvægt, að það má sín einskis gegn þeim kost- um, sem bókin er búin. — Einnig má deila um, hvort of langt sé gengið í heimspekilegum hugleiðingum, en þar verður að taka til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.