Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 47
93 NÁTTÚRUFR. „Þaö var komið fram yfir réttir, og því orðið skuggsýnt. Á áliðnu kvöldi heyrði eg vein hátt og skerandi, og gat eg ekki hugsað mér hvað það væri, sem gæfi það frá sér. Varð það úr, að •eg gekk á hljóð þetta. Komst eg vestur að Kálfá, og varð þá þess brátt vísari, hvað það var, sem gaf hljóðið frá sér. Utan í árbakkanum sat eða hékk ö r n, sem búin var að hremma lax með annari klónni, en hinni hafði hún krækt í árbakkann, en afl skorti hana til þess að draga laxinn að sér, og var ekki annað sýnna en hún myndi rifna í sundur. Losaði eg klóna úr bakkanum og dró örnina og laxinn upp, en ekki náði eg klónni úr laxinum nema með því móti að skera burt bita í kringum hana, og fékk örnin ekki stærri hlut í það sinn, en virtist frelsinu fegin. Laxinn var veginn og vó 15 pund. Ekki er neinum vafa bundið, að þarna hefði örnin látið lífið, ef eg hefði ekki heyrt .köll hennar“. Gísli Högnason. Býflugnarækt á íslandi. Einhver vantrúarseggur, sem fyrirsögnina les, mun segja: „O, jæja, — býflugur fyrst, og svo kemur sjálfsagt silkiorma- rækt þar næst!“ Þeim segg er því að svara, að silkiormar eru að verða alveg óþarfir, úr því mönnunum hefir loksins hug- kvæmst og tekist, að búa til sjálfir silki, eins vel og beztu silki- ormar höfðu einir kunnað í þúsund árþúsundir, eða lengur þó. Og úr því blessað kvenfólkið er harðánægt með kúnstsilkisokk- ana, þá skulum við láta silkiormana eiga sig í bráð. En býflugurnar búa til svo gott vax og svo indælt hunang, að annað eins gerir enginn þeim eftir, og sízt þó f o r v a x i ð svonefnda, sem ilmar eins og bezta reykelsi, þegar því er brennt. Mér hefði þó sennilega aldrei hugkvæmst að fara að rita um býflugnarækt hefði ekki skyndilega kviknað í mér áhugi fyrir málinu af að lesa bréf frá landa einum vestanhafs, Jóni bónda Einarssyni í Foam Lake. Bæði af bréfaskiftum við hann, og af afspurn, veit eg hann vera fjölfróðan mann og gagn- fróðan. Hann segir í bréfi, er eg nýlega fékk frá honum, á þessa leið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.