Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 23
NÁTTÚRUFR. 69 sáust stöðugt eldblossar og um morguninn virtist öskufallið berast austur. Þann dag virtist mökkurinn öðru hvoru heldur hærri en daginn áður. Þegar fór að líða á daginn virtist draga úr gosinu annað slagið, en þess á milli rauk mökkurinn upp með miklum krafti og jafnframt heyrðust dunur og hvellir frá gosinu (það heyrðist ekki fyr en um hádegi þann 3.). Um kl. 6 e. m. var gosið mjög farið að dvína, en rétt á eftir steig mökkurinn upp með miklum hraða. Heyrðust þá jafn- framt miklar dunur. Yirtist þá gosið mjög ákaft um stund, en svo fór mökkurinn að hallast til austurs og kl. 7 e. m. leið hann burt eins og stórt ský, og síðan hefir ekkert sézt til gossins héðan. Einu sinni í vetur sá eg og fleiri eldblossa í sömu stefnu og þetta gos. Líklegast er að þeir blossar hafi stafað af eld- gosi, því heiðríkt var og hvergi ský á lofti. Þetta sá eg aðeins eitt kvöld.“ Frá Gunnólfsvík sást eldroði í stefnu á Vatnajökul og truflanir urðu á viðtöku útvarpsins. Frá Grímsstöðum á Fjöll- um sáust eldblossar öðru hvoru á mánudagskvöld (2. apríl) og nóttina eftir í stefnu á Herðubreiðarfjöll, og fylgdu því allháar dunur og dynkir. Frá Möðrudal sást gosið á páska- dagskvöld og voru fram eftir nóttu stöðugir blossar með stuttu millibili, í stefnu syðst yfir Herðubreiðartögl.1) Frá Akureyri sást annan páskadag, þegar dimmdi um kvöldið, hvert leiftrið á fætur öðru og gosblossar, sem báru yfir f jallið milli Eyjafjarðardals og Garðsárdals.1) Frá Sauðárkrki sást eldgosið greinilega í þrjár nætur sam- fleytt og var stefnan yfir Silfrastaðaöxl. Oftast sáust þar leift- ur, en stundum rauðir logar hátt á loft upp.2) 4. Athuganir austanlands: Laugardaginn 31. marz sáust frá Vopnafirði eldblossar í VSV átt.3) Frá Hólum í Vopnafirði sást all-þykkur öskumökkur yf- ir Vatnajökli á þriðjudaginn 3. apríl. og frá Djúpavogi sást 1) Morgunblaðið 5. apríl. 2) Morgunblaðið 4. apríl. 3) Morgunblaðið 5. apríl.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.