Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFR. 69 sáust stöðugt eldblossar og um morguninn virtist öskufallið berast austur. Þann dag virtist mökkurinn öðru hvoru heldur hærri en daginn áður. Þegar fór að líða á daginn virtist draga úr gosinu annað slagið, en þess á milli rauk mökkurinn upp með miklum krafti og jafnframt heyrðust dunur og hvellir frá gosinu (það heyrðist ekki fyr en um hádegi þann 3.). Um kl. 6 e. m. var gosið mjög farið að dvína, en rétt á eftir steig mökkurinn upp með miklum hraða. Heyrðust þá jafn- framt miklar dunur. Yirtist þá gosið mjög ákaft um stund, en svo fór mökkurinn að hallast til austurs og kl. 7 e. m. leið hann burt eins og stórt ský, og síðan hefir ekkert sézt til gossins héðan. Einu sinni í vetur sá eg og fleiri eldblossa í sömu stefnu og þetta gos. Líklegast er að þeir blossar hafi stafað af eld- gosi, því heiðríkt var og hvergi ský á lofti. Þetta sá eg aðeins eitt kvöld.“ Frá Gunnólfsvík sást eldroði í stefnu á Vatnajökul og truflanir urðu á viðtöku útvarpsins. Frá Grímsstöðum á Fjöll- um sáust eldblossar öðru hvoru á mánudagskvöld (2. apríl) og nóttina eftir í stefnu á Herðubreiðarfjöll, og fylgdu því allháar dunur og dynkir. Frá Möðrudal sást gosið á páska- dagskvöld og voru fram eftir nóttu stöðugir blossar með stuttu millibili, í stefnu syðst yfir Herðubreiðartögl.1) Frá Akureyri sást annan páskadag, þegar dimmdi um kvöldið, hvert leiftrið á fætur öðru og gosblossar, sem báru yfir f jallið milli Eyjafjarðardals og Garðsárdals.1) Frá Sauðárkrki sást eldgosið greinilega í þrjár nætur sam- fleytt og var stefnan yfir Silfrastaðaöxl. Oftast sáust þar leift- ur, en stundum rauðir logar hátt á loft upp.2) 4. Athuganir austanlands: Laugardaginn 31. marz sáust frá Vopnafirði eldblossar í VSV átt.3) Frá Hólum í Vopnafirði sást all-þykkur öskumökkur yf- ir Vatnajökli á þriðjudaginn 3. apríl. og frá Djúpavogi sást 1) Morgunblaðið 5. apríl. 2) Morgunblaðið 4. apríl. 3) Morgunblaðið 5. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.