Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 62

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 62
108 NÁTTÚRUFR. ustu ár, hefir haft á mörg sjávardýr. Fyrst er bent á, að þorskur hefir hrygnt hér í kalda sjónum í stærri stíl síðustu árin, en venja var til fyrr. Einnig hefir höfundurinn fundið síld hrygna í Reyðar- firði (1926) og Isafjarðardjúpi (1929), og bendir á hinn mikla sjávarhita, sem orsök þeirra fyrirbrigða. Þá er bent á áhrif þau, sem hitinn hefir haft á loðnuna, og ýmsa aðra sjávarfiska, sem brugðið hafa út frá reglulegum göngum síðustu árin. Fleiri dýra er einnig minnst, á meðal þeirra nokkurra fugla. G. H. Schwabe: Beobagtungen iiber thermische Schictungen in Thermalgewásser auf Island. (Ar- chiv fiir Hydrobiologie, 1933, Königsberg.) Höfundurinn dvaldi á Islandi frá því í september 1931, þang- að til í október 1932, og fékkst allan þann tíma dyggilega við ýms- ar rannsóknir. Einkum lagði hann þó stund á að rannsaka laugar oghveri, dýralíf þeirra og jurta, og hér birtist ritgjörð eftir hann um lagskiptingu vatnsins í laugum og hverum þeim, sem hann hefir rannsakað. Skýrir höfundurinn með tölum, hvernig heita vatnið stendur efst, en það kalda neðst, og munar oft töluverðu við lítinn dýptarmun. Sem dæmi skal eg taka hitann á ýmsu dýpi í „Amsterdam-laugmni“ við Suður-Reyki, en hann er þannig, eftir rannsóknum höfundarins: Dýpi í cm Yfirborð 1 cm 2 — 3 — 4 —- 5 — 6 — 7 — (botn) Hiti í stigum 62.5 62.0 62.0 61.5 61.5 60.5 59.5 58.5 Árni Friðriksson: Fiskirannsóknir Fiskifélags Is- lands, árið 1933. Tvær skýrslur eru komnar áður, um sama efni, sú fyrsta var um rannsóknirnar 1931, og birtist í skýrslu Fiskifélagsins fyrir árin 1930—1931, en hin kom í fyrra, sem sjálfstætt rit, eins og þessi. Skýrslan er um 60 bls. að stærð, í henni eru yfir 30 töflur og eitthvað 10 myndir. Meginhlutinn er um þorskrann- sóknirnar, þá er kafli um síldarrannsóknirnar, og loks er um hita-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.