Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 34
80
NÁTTÚRUFR.
Þetta er einnig alheimstegund. Fannst 15. sept. 1915 lif-
andi í eplum í Reykjavík.
3. ættkvísl. Panchlora.
Ein teg., sem enn ,er ekki fyllilega ákvörðuð; hefir borizt
hingað til lands nokkrum sinnum.
1. teg. Græni kakalaki. (P. sp.).
Ljósgrænn að lit. Fálmarar móleitir. Vængir þunnir, gegn-
sæir og ná miklu lengra aftur en bolurinn. Lengd 20—25 mm.
Fannst í Reykjavík í marz 1928, lifandi, í banönum, ný-
komnum frá Vestur-Indíum. Síðan hefir hann fundizt nokkrum
sinnum í Reykjavík, og í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum í
ágúst 1933.
Þakklátur væri ,eg hverjum þeim, sem gæfu mér nýjar upp-
lýsingar um kakalaka, eða sendu mér þá frá fundarstöðum,
sem ekki eru nefndir hér.
Geir Gígja.
Lík fundin í jöklum.
Tengdafaðir minn, séra Ólafur Ólafsson frá Hjarðarholti,
hélt um nokkur ár fyrir ófriðinn mikla alþýðlegt mánaðarrit,
„Bibliothek der Unterhaltung und des Wissens" (útgefandi Union
Deutsche Verlagsgesellschaft, Stuttgart — Berlin — Leipzig).
Mánaðarrit þetta mun um tíma hafa verið keypt til íþöku, bóka-
safns Menntaskólans. En eins og nafnið bendir til, var það fyrst
og fremst skemmtirit og þó ætlað til nokkurs fróðleiks. En vera
má, að fullmikil áherzla hafi verið lögð á að hafa fróðleikinn
skemmtilegan. Nefni eg þar til sögu þá, er hér fer á eftir, og
tengdafaðir minn hefir snarað á íslenzku, eftir ágústhefti rits-
ins 1912, bls. 212, og leyft mér að senda Náttúrufræðingnum til
birtingar, sem eg geri hér með fyrir tilmæli Árna Friðriksson-
ar. Virðist mér þó, að fullt eins vel hefði átt við, að beina sög-
unni til Gráskinnu, og ætla eg, að það sé fullkomið álitamál,
á hvorum staðnum hún eigi betur heima. Sagan er að vísu nátt-
úrufræðilegs efnis með allmiklum veruleikablæ, og mun í flest-
um atriðum vera innan þeirra takmarka, sem hugsanlegt er, að