Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 50
TMÁTTÚRUPR. 96 landslag ,er svipað og á íslandi. Það má t. d. eflaust finna gró eða fræ til að strá út um ykkar svörtu sanda og auðnir, svo að allt verði á skömmum tíma grænum gróðri vafið“. Mér hitnaði um hjartarætur að heyra svo spámannleg orð og eg minntist skáldsins Welhaven, sem sagt er að hafi oft geng- ið með vasana fulla af eikarfræi til að strá út um landið, þar sem bert var. „Það má rækta silung eins og gras“, sagði við mig Þórður í Koti. Líkt því kann -einhver seinna að segja um býflugur í Bárðardal. Og vil eg svo enda þessar línur með hamingjuósk til þess manns eða konu, sem fyrstur borðar heimaræktað bý- flugnahunang með brauði sínu og minnist þakklátlega Jóns Ein- arssonar, bónda í Foam Lake. Því hann talaði og skrifaði um það, sem hann vildi vera láta og það varð. Eða segjum: Orðin eru til alls fyrst. Steingrímur Matthíasson. Vænir silungar. Sumarið 19’32 veiddi Einar Benediktsson, bóndi á Víkinga- vatni hér í hreppi, bleikjusilung, sem vóg 7 kg. og var um 80 cm. á lengd. Víkingavatnið, sem silungur þessi veiddist í, hefir ekkert afrennsli né fisksamgöngur við sjó eða önnur fiskihverfi. Er í því fjölskrúðugt jurta- og dýralíf, og silungur úr því mjög feitlaginn, enda hefir hann þar mikla og góða átu. Hér í Lóni er talsverð silungsveiði í sjávarlóni því, er bær- inn dregur nafn af. Er það allstórt og djúpt sumstaðar. Ós er úr lóninu út í sjóinn, og flóð og fjara í því. Áta er nóg í lóninu, bæði heimaalin og eins kemur oft loðna og annað síli úr sjón- um inn í þau. í lóninu er bæði bleikja og urriði. Á síðastl. 8 árum hafa veiðst hér 5 urriðar vænir, og vógu þeir IVz, 8, 8/2, 9 og 101/2 kg. Sá síðasttaldi var 96 cm. langur og nr. 2 84 cm. að lengd og 21 cm. á hæð, — hinir voru því miður eigi mældir. Vænsta bleikja, sem hér hefir veiðst, var 41/2 kg. „Hver býður betur?“ Lóni, 16. marz 1934. Björn Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.