Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 50
TMÁTTÚRUPR. 96 landslag ,er svipað og á íslandi. Það má t. d. eflaust finna gró eða fræ til að strá út um ykkar svörtu sanda og auðnir, svo að allt verði á skömmum tíma grænum gróðri vafið“. Mér hitnaði um hjartarætur að heyra svo spámannleg orð og eg minntist skáldsins Welhaven, sem sagt er að hafi oft geng- ið með vasana fulla af eikarfræi til að strá út um landið, þar sem bert var. „Það má rækta silung eins og gras“, sagði við mig Þórður í Koti. Líkt því kann -einhver seinna að segja um býflugur í Bárðardal. Og vil eg svo enda þessar línur með hamingjuósk til þess manns eða konu, sem fyrstur borðar heimaræktað bý- flugnahunang með brauði sínu og minnist þakklátlega Jóns Ein- arssonar, bónda í Foam Lake. Því hann talaði og skrifaði um það, sem hann vildi vera láta og það varð. Eða segjum: Orðin eru til alls fyrst. Steingrímur Matthíasson. Vænir silungar. Sumarið 19’32 veiddi Einar Benediktsson, bóndi á Víkinga- vatni hér í hreppi, bleikjusilung, sem vóg 7 kg. og var um 80 cm. á lengd. Víkingavatnið, sem silungur þessi veiddist í, hefir ekkert afrennsli né fisksamgöngur við sjó eða önnur fiskihverfi. Er í því fjölskrúðugt jurta- og dýralíf, og silungur úr því mjög feitlaginn, enda hefir hann þar mikla og góða átu. Hér í Lóni er talsverð silungsveiði í sjávarlóni því, er bær- inn dregur nafn af. Er það allstórt og djúpt sumstaðar. Ós er úr lóninu út í sjóinn, og flóð og fjara í því. Áta er nóg í lóninu, bæði heimaalin og eins kemur oft loðna og annað síli úr sjón- um inn í þau. í lóninu er bæði bleikja og urriði. Á síðastl. 8 árum hafa veiðst hér 5 urriðar vænir, og vógu þeir IVz, 8, 8/2, 9 og 101/2 kg. Sá síðasttaldi var 96 cm. langur og nr. 2 84 cm. að lengd og 21 cm. á hæð, — hinir voru því miður eigi mældir. Vænsta bleikja, sem hér hefir veiðst, var 41/2 kg. „Hver býður betur?“ Lóni, 16. marz 1934. Björn Guðmundsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.