Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 46
NÁTTÚRUFR. 92 hækkaða. Um það bil, er áin „fór saman“, var vatnshitinn 0D' frá yfirborði til botns. En nú skýlir ísþakið fyrir loftkuldanum: og tefur fyrir meiri ísmyndun. Jarðhitinn fer nú að mega. sín nokkurs. Meðan áin var óbrynjuð fyrir átökum Vetrar, megn- aði hún ekki einu sinni að halda botnsteinunum þýðum fyrir grunnstingli. En nú geta steinarnir yljast — einkum þar sem djúpt er — upp í 1, 2, kannske 3 stig, og grunnstinglarnir losna og fljóta upp eða, þar sem svo ber undir, ryðjast fram undan straumþunga árinnar. Allar grunnstingulsstíflur láta undan, og árvatnið fær nú óhindraða rás í gamla farveginum sínum undir ísþakinu. En nú tekur það minna rúm en meðan grunnstinglið stíflaði það og hélt því uppi, svo að nú verður holt milli vatns- flatarins og ísþaksins. Kemur nú iðulega fyrir, að þakið dettur niður og kemur á stað ísskriði, sem getur orðið þess valdandh að áin ryðji sig að nýju. Einnig geta grunnstingulsstíflurnar sjálfar komið á stað, eða hjálpað til að koma á stað, hlaupi,. þegar þær eru að losna. Hlaupin tefja auðvitað ekki lítið fyrir því, að ána leggi. Vetur gamli verður svo að segja að byrja brúargerð sína að nýju, og honum tekst hún ekki til fulls, fyr en honum auðnast að ná grunnstinglinu úr botninum, án þess að hlaup verði að. Vera má, að það heppnist í fyrstu tilraun, ef áin er lygn. En sé hún ströng, tekst það varla fyr en hún hefir hlaup- ið einu sinni, tvisvar, þrisvar, eða hver veit hvað oft! Þó að grunnstinglið sé nú ekki þess megnugt að koma á. stað hlaupi, er það þó víst til þess að tefja svo fyrir framrennsli árvatnsins, að áin verður að ,,r e n n a u p p“, sem kallað er.. Þegar vatnið, sem upp rann, tekur aftur að leggja, myndast hinn svonefndi tvískeljungur. En þegar ána hefir alla lagt og grunnstinglinu er útrýmt af botninum, þá — og þá fyrst — hefir Vetur gamli unnið hana og getur úr því auðveldlega haldið henni í skef jum, meðan hanu má sín nokkurs. Guðmundur Kjartansson. Hættuleg veiðiaðferð. Greinarkorn þetta, sem á eftir fer, er haft eftir afa mín- um, Jóni Gíslasyni, er ólst upp að Ásum í Gnúpverjahreppi. Var hann um tvítugt, er þetta gerðist.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.