Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 44
NÁTTÚRUFR. 90 Aðrir krystallar setjast fastir á botnsteinana, vaxa svo hver út frá öðrum hærra og hærra, svo að krapkenndir, þykknandi bólstrar, samsettir úr hvössum ísnálum, myndast á botninum. Það eru kallaðir grunnstinglar. (Stöðuvötn grunnstinglar að sjálfsögðu aldrei vegna mishitans.) Grunnstinglarnir gera hin mestu spjöll í ánum: Þeir fylla upp nokkurn hluta af farvegi þeirra, svo að vatnsflöturinn hlýtur að hækka. Af þessu geta grunn vöð orðið skarpófær og skaðræðisflóð geta orðið á flat- lendi. Stórár grunnstinglar litlu eða engu síður en smáár. Jafn- vel Þjórsá getur hækkað svo, að metrum skiftir í frosti að vetrar- lagi. Hættast er við grunnstinglun í allströngum ám með stór- grýttum botni. Sé botninn smágrýttur eða sendinn, getur grunn- stinglið flotið upp í stórum flykkjum með mölina eða sandinn neðan í sér og bætist við íshroðann, sem ofan á skríður. En stór- grýti heldur því fastar við botninn og á stórgrýttu broti geta ár og lækir beinlínis stíflazt af grunnstingli og myndað stórar, lygnar uppistöður fyrir ofan, þar sem vatnið hækkar að mikl- um mun. ísskarirnar, sem þar voru áður fyrir, brotna nú upp yegna léttleika síns, fljóta fram í stórum jökum, stranda ef til vill á stíflunni og bætast við hana. Endirinn verður iðulega sá, að vatnsþrýstingurinn verður stíflunni um megn. Hún brotnar og vatnsflóð með jakaburði ryðst fram ofan ána. Það er kallað, að áin h 1 a u p i. Hlaupið brýtur upp þær ísskarir og spangir, sem fyrir verða, ryður með sér fleiri stíflum samskonar og þeirr.i, sem upphaflega kom því á stað, svo að það vex eftir því, sem neð- ar dregur. Ef til vill kemst það alla l.eið út í sjó, en vera má, að áin sé svo hallalaus og lygn neðan til, að hún hafi ekki afl á að ryðja sig til ósa. Flestar uppsveitaár á íslandi munu hlaupa við og við í frostum á veturna, þegar þær er að leggja. f djúpum, Jygnum hyljum myndast ekki grunnstinglai’, því að þar liggur oft lítið eitt hlýrra — og um leið þyngra — vatns- lag á botninum. Þetta vatn er straumlaust og kyrrt, en hið 0° kalda árvatn streymir fram yfir því og hraðast uppi undir yfir- borði. Af sömu ástæðum grunnstinglar síður djúpar ár og lygn- ar, þó að ekki sé um hylji að ræða. Jarðhitinn hjálpar einnig til að ylja upp botnvatnið. Hann er noklturn veginn samur árið um kring, úr því að kemur um 20 m. í jörð niður, og er þar svip- aður meðallofthita ársins, — hér á landi aðeins 2—4°. Iíann má sín því mjög lítils á móti loftkuldanum, nema í dýpstu hylj- um, þar sem einskis straums gætir. Snúum okkur nú aftur að íshroðanum eða krapinu, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.