Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 55
NÁTTÚRUPR. 101 en standa svo þétt, að þau hylja allan stöngulinn. Loks má þekkja mosajafnann á því, að blöðin eru dálítið tennt, stöng- ullinn mjög fíngerður, og plantan öll mjög lítil. Á jöfnunum eru blöðin vanalega heil, stöngullinn stinnur og þyrrinn. Á. F. Um stjörnuhröp. í síðasta hefti Náttúrufr. var grein, sem hét, „Stjörnuhröpin í Vestmannaeyjum“; lofaði eg því þar neðanmáls, að minnast nokkuð nánar á þennan náttúruviðburð, sem 9. október sást í mörgum löndum. Verður þetta bezt gert með því að þýða dálitla grein um stjörnuhröpin, úr nóvemberhefti danska timaritsins: „Naturens Verden“. Greinin er þannig: „Hinn 9. október, snemma kvölds, gat að líta fagurt fyrirbrigði á himninum, hið fegursta „stjörnuregn", sem stóð yfir frá klukkan átta þangað til klukkan hálf ellefu. Stjörnuhröpin virtust byrja við ákveðinn depil á himninum, nálægt stjörnunni Gamma í stjörnu- merki því, sem nefnist Drekinn. Að stjörnurnar virtust koma frá einum depli stafar af því, að auganu virðast brautir þeirra renna saman, á meðan að þær eru langt burtu frá jörðinni, en í raun og veru eru brautirnar samhliða- Það eru þekkt mörg stjörnuhröp, sem endurtakast reglulega ár eftir ár, á sömu tímum. í ágúst hrapa t. d. stjörnur úr hóp þeim, sem nefnist „Perseidar" og úr hóp „leonidanna“ hrapa stjörnur 16.—17. nóvember. Það er sann- að, að „Perseidarnir" eru leifar af halastjörnu, sem sást árið 1862, hún gengur kringum sólina eftir mjög langri sporbaugs-braut. Einnig „Leonidarnir“ eru leifar af halastjörnu, sem fannst 1866, og gengur kringum sólina á 331/4 ári. Stjörnuhröpin, sem áttu sér stað 9. október, eru einnig af völdum halastjörnu, sem heitir Gia- cobini-Zinner, hún gengur í kringum sólina á 6,6 árum, og sást síðast í apríl 1933. Jarðbrautin skar braut þessarar halastjörnu 9. okt., en þá hafa brot, sem orðið höfðu eftir af stjörnunni á braut hennar, komizt undir áhrif aðdráttaraflsins frá jörðinni, og hrap- að til jarðar. Þessum stjörnuhröpum hafði verið spáð í enska tímaritinu „Nature“, en ekki verið tekið mark á spádómnum, og því voru hvergi gerðar ráðstafanir fyrir fram til þess að athuga stjörnuhröpin frá stjörnuturnum heimsins. Engan grunaði að minnsta kosti, að stjörnuhröp þessi yrðu eins greinileg og fögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.