Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 30
76 NÁTTÚRUFR. um og sprungum, eða skríða inn í vörusendingar, séu umbúðir um þær götóttar eða ósamfelldar. Höfuðið er niðurbeygt og getur alveg dregist inn undir fremsta frambolslið, sem er stór og mjög hreyfanlegur. Á höfð- inu er sterklegur bitmunnur, vel þroskuð samsett augu, en auk þess ósamsett, smá og ógreinileg augu við rætur fálmaranna, sem eru langir, þráðlaga og samsettir af ákaflega mörgum lið- um, en liðafjöldinn er mjög mismunandi á hinum ýmsu teg- undum. Kakalakarnir hafa fjóra vængi. Framvængirnir eru þakvængir og fremur mjóir, en stinnir og skinnkenndir, en aftur- vængirnir eru breiðir, himnukenndir flugvængir, og verður dýr- ið að brjóta þá saman langsum til þess að geta hulið þá undir hinum mjóu þakvængjum, þegar það flýgur ekki.1) Flug kaka- lakanna er þunglamalegt, þeirra, sem geta flogið, en margar tegundirnar eru með vanþroska vængi og ófærar til flugs, og einnig nokkrar alveg vængjalausar. Stundum eru það þó aðeins kvendýrin, sem hafa enga eða vanþroska vængi. Fæturnir eru fimmliða, vel þroskaðir stökk- og hlaupa- fætur með þyrnóttum sköflungum, og kakalakarnir forða sér undantekningarlítið, ef hættu ber að höndum, á hlaupum, en taka síður til flugs. I afturbolnum, sem er breiður og þunnur, eru 10 liðir. Á tíunda lið hafa bæði kynin liðaða smálimi, en tveir síðustu lið- irnir í líkama kvendýrsins mynda stutta varppípu. Kynfæri kar.1- dýrsins eru á níunda lið og auk þeirra tvö dálítil einhliða horn. Svipaðir afturbolsliðir og hér er getið um finnast víða meðal hinna lægri skordýra. Af kakalökum leggur tíðum óþægilega lykt, og stafar hún frá kirtlum, sem eru ofan á afturbolnum. Flestir kakalakar láta lítið til sín heyra. Þó er sagt, að risakakalakinn (Blabera giantea) á Vestur-Indíum gefi frá sér allhátt hljóð- Syngja þeir einkum á nóttu og halda þá oft vöku fyrir fólki, sem er óvant þessum kakalakasöng. En hljóðið mynd- ast á þann hátt, að þeir skella saman bitkrókunum, sem eru stórir og sterkir. Þeir kakalakar, sem í húsum lifa og hafast við í rifum, holum eða milli þils og veggja, eru venjulega litardaufir, t. d. 1) Jötunuxarnir, en þeir tilheyra bjölluættbálkinum (Coleoptera), brjóta lika flugvængina saman, þegar þeir fljúga ekki, en þeir verða að brjóta þá þversum, vegna þess að þakvængirnir eru stuttir og breiðir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.