Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 33
NÁTTÚRUFR. 79 sem hér fer á eftir. Hún finnst stöku sinnum (erlendis) úti á víðavangi, en hefst þó einkum við í mannabústöðum. 1. teg. Litli kakalaki1). (Ph. germanica L.). Mógulur að lit. Á fyrsta frambolslið eru tveir aflangir, dökkbrúnir blettir með 1 mm. millibili. Bæði kynin hafa vel þroskaða fram- og afturvængi. Þakvængirnir ná lengra aftur en bolurinn. Lengd 11—13 mm. Þetta er alheimstegund (kosmopolitisk), sem borizt hefir með skipum um víða veröld. Ekki er unnt að segja, hvenær hún hefir fyrst fluzt hingað til lands, en síðustu áratugina hefir hún verið hér að staðaldri, bæði í skipum og í kaupstöðum, eink- um þó í Reykjavík, en hér heldur hún sig eingöngu í manna- híbýlum og vör.ugeymslum, en finnst aldrei úti á víðavangi. 2. ættkvísl. Periplaneta Burm. Til þessarar ættkvíslar eru hér kunnar tvær tegundir. Þær má aðgreina þannig: A. Fyrsti frambolsliður einlitur. Vængir ná styttra aftur en bolurinn. P. orientalis. B. Fyrsti frambolsliður dökkur um miðjuna, en ljós úti við rendurnar. Vængir ná lengra aftur en bolurinn. P. americana. 1. teg. Austræni kakalaki. (P. orientalis L.). Dökkbrúnn að lit. Þakvængir karldýrsins eru nokkru styttri en afturbolur, og flugvængir miklu styttri. Kvendýrið hefir mjög stutta þakvængi. Afturbolurinn á karldýrinu er ljósbrúnni en á kvendýrinu. Lengd 20—26 mm. Þessi alheimstegund er upprunnin frá Asíu, en hefir tvær síðustu aldirnar verið í Evrópu að staðaldri og borizt nokkrum sinnum til Reykjavíkur á síðari árum með vörum frá útlöndum. 2. teg. Stóri kakalaki. (P. americana L.). Brúnn að lit. Vængir því ljósari sem aftar dregur. Fram- og afturvængir á báðum kynjum ná jengra aftur en bolurinn. Fyrsti frambolsliður dökkur um miðjuna, en ljós úti við rend- urnar. Lengd 28—32 mm. 1) Dr. Bjarni Sæmundsson náttúrufræðingur hefir gefið kakalökunum íslenzku nöfnin.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.