Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 65

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 65
NÁTTÚRUFR. 111 Ef að mjög þykk og laus jarðlög eru yfir föstu bergi, eins og t. d. í Danmörku, eyðist kippurinn mjög að afli á ferð sinni í gegnum þau, en verst verða þeir staðir úti, þar sem er þunnt lag af lausum jarðvegi ofan á klöppinni, því að sveifluhreyfingar bergsins hossa því, og því sem á því er, í loft upp. Jarðskjálftar, semná yfir stór svæði, hljóta að hafa upptök sín langt niðri í jörðinni, og á hinn bóginn eiga þeir jarðskjálftar, sem hafa takmarkaða útbreiðslu, rætur að rekja til staða, skammt undir yfirborðinu. Hinn illræmdi Lissabon-jarð- skjálfti, árið 175 5, sem á örfáum mínútum eyðilagði borgina Lissabon og varð 32 þús. mönnum að bana, náði yfir svæði jafnstórt hálfri Evrópu, en á hinn bóginn eru til dæmi um mikla og skaðlega jarðskjálfta, sem eigi hefir orðið vart út fyrir takmörkuð svæði. Þannig var t. d. um jarðskjálftann í Kalabríu, árið 178 3, sem eyðilagði 400 borgir og þorp,. og reið 100.000 manns að fullu. Eftir aðal-jarðskjálftann hélt jörðin áfram að hristast með stuttum millibilum í 10 ár. Á. F. Samtíningur. Villikötturinn líkist nijög’ gráum aliketti, en er stærri, og hefir nokkuð styttra stýri. Hann er um 40 em. á hæð, allt að því 90 cm. á lengd, og> auk þess er stýrið 30—35 cm. langt. Nú á dögum á villikötturinn einungis heima í hrjóstrugustu óbyggðum Evrópu, á Bretlandseyjum er hann t. d. einungis í fjöllum Skotlands. A Norðurlöndum er hann ekki. Fuglar þeir, sem lifa í heitu löndunum, geta stundum verið illa leiknir af hita. Sem dæmi um þetta tilgreinir Englendingur nokkur, sem ferðaðist um mið- og suðurhluta Ástralíu, fyrir nokkrum árum, þegar mikil hitabylgja gekk yfir álfuna, að margir fulgar höfðu alveg glatað hinum eðlilega ótta sínum við manninn, þegar þeir voru að svipast um eftir skýli og skugga. Þeir söfnuðust í hópum undir járnbrautarvagna, svalir húsanna, og allsstaðar, þar sem af- drep var að finna gegn sólinni, og margir þeirra, einkum páfagaukar, krákur og ýmsir ránfuglar, dóu unnvörpum. Á einum einasta degi voru tíndir upp svo margir dauðir fuglar undir einum svölum, að þeir komust ekki í tunnu, sem rúmaði tvo hektólítra. Spurningin um aldur dýranna hefir lengi verið ofarlega á baugi. Eftir nýjustu heimildum, er þetta að segja um spendýrin: Ekkert spendýr virðist lifa lengur, en tennur þess eru færar um að leysa starf sitt af hendi. Að þessu leyti myndar maðurinn undantekningu frá regl- unni; menning hans hefir hjálpað honum yfir þessa torfæru. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist maðurinn geta náð hærri aldri, en nokkurt annað spen-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.