Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 39
85 NÁTTÚRUFR. um ísbbreiður hájöklanna, að undir fótum þeirra kunni hægt og hægt, með skriðjöklinum, að vera að mjakast ofan eftir hall- anum lík þeirra manna, sem þar uppi hafa farizt, lík, sem ef til vill koma ekki í ljós fyrr en eftir áratugi. Og þau eru ekki svo fá þessi lík, sem einhversstaðar eru á leiðinni og búist er við að komi í ljós þó seinna verði. Bæði ferðamannafélög þau, er aðallega fara um Alpafjöllin, og eins ríkisstjórnir í flestum menningarlöndum þar sem jöklar eru, hafa nú á tímum nákvæm- ar skýrslur yfir alla þá, sem um langan tíma hafa farist í þess- um jökulferðalögum, og er þar líka getið ártalsins, sem líkindi eru til, eftir því sem næst verður komizt, að líkin komi aftur í dagsins ljós. Þannig er búizt við, að lík dómara eins frá Vínar- borg, Weihofen að nafni, er fórst á slíku ferðalagi árið 1900, muni finnast aftur 1954, og 1962 lík tveggja Englendinga, er fórust í Noregi 1903 við klifur í jökli þar, er heitir Lodalstindur. ísalagnir á ám og stöðuvötnum. Vatn verður fyrir oss í náttúrunni í þrem myndum: L o f t- k e n n t eða vatnsgufa, fljótandj — og í þeirri mynd venjulega kallað bara vatn — og f a s t, þ. e. a. s. ís. Öll fljót- andi efni eða vökvar verða föst fyrir neðan eitthvert ákveðið hita- stig. Þessi myndbreyting vökvanna er venjulega kölluð storknun, en um vatn er sagt, að það f r j ó s i. Hér lát- um við vatnsgufuna liggja milli hluta, en snúum okkur að hin- um myndunum, ,,vatni“ og ís. Hitastig það, er vatn frýs — eða ís bráðnar — er nefnt frostmark og hefir verið valið fyr- ir núllpunkt hitamæla vorra. Flest efni dragast saman, þegar þau storkna, þannig að minna fer fyrir þeim eftir en áður. Þar af leiðir, að eðlisþyngd hins storknaða efnis er meiri en hins fljótanda, og storknaður moli myndi sökkva til botns í vökvanum. En vatnið hefir þann fágæta — og í fyllsta máta blessunarríka — eiginleika, að það þenst út við storknunina; það fer meira fyrir ísnum en vatninu. Allir kannast við, að vatn í flösku sprengir utan af sér glerið, er það byrjar að frjósa. Eðlisþyngd íss er því minni en vatns og hlutfallið er nálægt 9:10. Við skulum aðeins gera okkur grein fyrir, hvernig fara

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.