Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 66

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 66
112 NÁTTÚRUFR. 'dýr;-vart mun geta nokkurt spendýr, sem getur orðið 100 ára gamalt, eins -og hann. Aparnir lifa miklu skemur, líklega vanalega aðeins 20—30 ár. Mjög hefir oft verið ýkt um aldur fílanna; þeir verða varla meira en 60—70 ára, . og talið er, að nashyrningar verði í mesta lagi fimmtugir. Sagt er, að hestar geti orðið 50—60 ára, villihestar, asnar og sebradýr 22—28 ára, og tapírar um 30 ára. Nautpeningur verður ekki líkt því jafngamall hestum, en gíraffar, úlfaldar og kameldýr komast ekki yfir þrítugt. Eftir reynslunni að dæma geta kettir orðið 13—15 ára, en hundar 12—20 ára. Eigi vita menn með vissu, hve gömul stóru rándýrin verða, en í dýragörðum hafa hýenur, ljón og tígris- dýr lifað um 25—30 ár. Vitað er, aði björn hefir lifað í 34 ár, en meðal-aldur 178 landbjarna (Ursus arctos) var aðeins 16 ár og 2 mánuðir. Gráspörinn er einn af þeim fuglum, sem á síðari árum hefir unnið sleitulaust að því að leggja undir sig heiminn. Allsstaðar er hann á ferli í stórhópum, og óhætt mun að fullyrða, að það séu fleiri gráspörvar en mann- eskjur í stórborgum Evrópu. Nú er hann kominn alla leið norður að Mur- manaströnd og Nowaja Selmja, en þrif hans virðast mjög háð því, hvort hestar eru fyrir eða ekki, þar sem hann kemur. Hann lifir nefnilega meðal annars á ýmsum lífrænum leifum í hrossasaur. í Kaupmannahöfn er dýraspítali, fyrir hunda, ketti, fugla og önnur hús- dýr, sem höfð eru til skemmtunar. Þar er Röntgendeild, lyflæknisdeild og handlæknisdeild, engu síður en á Landsspítalanum hórna í Reykjavík. Sjúkl- ingarnir eru sóttir heim, og fluttir heim aftur, að lokinni iækningu. Moldvarpan er svo gráðug, að hún etur það, er nemur helmingi þunga hennar á hverjum degi. í Englandi eru mýs ræktaðar til skemmtunar, og hafðar i húsum. í nærri því hverri stórborg er „Músa-klúbbur“, þ. e. músavinafélag. Mýsnar, sem ræktaðar eru, eru útlendar að uppruna, en við víxlun tegundanna eru komin fram mjög mörg litarafbrigði. Sumar af þessum músum eru hvítar, eða gul- ar, brúnar, rauðar, fjólubláar, bláar, silfurlitaðar, svartar, o. s. frv. — I stríðinu komu þessar mýs að góðu liði, þær voru fluttar milljónum saman til vígstöðvanna; þeim var varpað niður í skotgrafir og kafbáta, til þess að séð yrði, hvort þar væru eitraðar lofttegundir. Eftir stríðið gaf enska stjórnin „Músavinafélagi Breta“ (The National Mouse-Club) stóra silfurskál, en á hana var letruð þökk fyrir hjálp þá, sem mýsnar höfðu veitt í stríðinu. Broddarnir í broddgeltinum eru ummynduð hár. Á einum broddgelti eru um 16.000 broddar. í mörg ár hafa býsamrottur verið fluttar til Englands og ræktaðar þar vegna skinnsins. Nokkur dýr hafa sloppið út, og eru nú orðin hreinasta landplága, því viðkoman er svo mikil. Fyrstu dýrin brutust út fyrir um tveimur árum, og nú er talið, að „útilegurotturnar“ nemi um einni milljón. Við nákvæmar mælingar hefir það komið í ljós, að Norðursjávar-strönd Þýzkalands sekkur í sæ sem nemur 10—20 cm. á öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.