Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 24
70 NÁTTÚRUFR. sama dag dimmur mistursbakki, er lagði með fram fjallgarð- inum frá SV til NA.1) Víðar að mun gosinu hafa verið veitt athygli, þó þess sé ekki getið í blaðafregnum og mér hafi ekki borist einkaskeyti um það. Frá Reykjavík reyndi Pálmi Hannesson, rektor, að mæla hæð gosmökksins. Reyndist honum hún vera seinnipart laugar- dags þess 31. marz: 16—17 km.2) Jóhannes Sigfinnsson, mælir mökkinn miðað við Trölla- dynngju í Ódáðahrauni (sjá myndina, sem fylgir skýrsiu hans hér að framan). 3. Frá eldsstöðvunum. Eg kom fyrst að eldstöðvunum fööstudaginn 13. apríl.3) Rannsóknir mínar urðu þá að nokkru leyti hindraðar, sak- ir veðurs og öskufoks. Þó varð gosstaðurinn ákveðinn, sá sami og þeir Wadell og Ygberg komu að 1919-4) Laugardaginn 28. apríl kom eg í annað sinni að eldstöðv- unum og dvaldist þá við þær, ásamt dr. Niels Nielsen, til föstu- dagsips 4. maí.5) Við rannsóknir kom meðal annars í ljós: „Gígur“ sá, er Wadell lýsir og nefnir Svíagíg, er ekki gígur, heldur ketilsig, ekki ósvipað og Askja í Dyngjufjöllum. Frá austri til vesturs mældist sigdalurinn 7—8 km., en frá norðri til suðurs 5—6 km. Dýptina áætluðum við 200—300 m. Veggir þeisa dals standa lóðréttir að sunnan og vestan, en eru meir hallandi að austan og norðan. Á botni dalsins að sunnan og vestan voru tveir gígir. Sá stærri mældist 400—500 m. frá austri til vesturs, en 200— 300 m. frá norðri til suðurs. Vatn var í þessum gíg, og í því af- löngeyja, er sneri frá NA til SV. Rauk upp úr eyjunni allmikið, meðan við dvöldumst við eldstöðvarnar, þó ekki sleitulaust, heldur í smá-rokum. Hinn gígurinn er mikið minni. Op hans er kringlótt og veit hann skáhalt inn í dalvegginn að sunnan 1) Morgunblaðið 4. apríl. 2) Morgunblaðið 1. apríl. 3) Samtíðin, 2. hefti, júni 1934. 4) Hakon Wadell: Vatnajökull. Geografiska Annaler, 1920, H. 4. 5) Samtíðin, 2. hefti, júní 1934, og Lesbók Morgunblaðsins, 24. og 25. tölublað IX. árgangs, Reykjavík 1934.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.