Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 54
100 xáttúrukr. avo langt eru á veg komnir á þróunarbrautinni, að þeir hafa öðlast öll þrjú aðal-líffæri plantnanna, rót, stöngul og blað. í kornögnunum á frjóu greininni eru gróin, kornin eru því gró- hirzlur. Hvert gró er aðeins ein sella, sem myndast við sérkenni- lega skiptingu sellna þeirra, sem gró mynda, en ekki við sam- runa karl- og kvensellu, eins og þegar egg blómplantnanna frjóvgast. Þegar gróin eru fullþroskuð, rifna gróhirzlurnar, þ. e. kornin, og úr þeim falla gróin. Nú skyldi maður ætla, að upp af gróunum sprytti ný tungljurt, þar sem þeim er á annað borð ætlað að mynda nýja kynslóð, en því fer fjarri. Upp af gróunum vex mjög lítill og ófullkominn einstaklingur, sem nefnist for- kím, í öllu gerólíkur tungljurtinni. Á forkímunum myndast karl- og kvenkynfæri, karlkynfærin framleiða frjó, en kvenkynfærin egg. Frjóin frjóvga eggin, en á þann hátt ,er lagður grundvöllur und- ir nýja kynslóð, og sú kynslóð er tungljurtin. Að þessu leyti er tungljurtinni farið alveg á sama hátt og öllum byrkningum, — um þetta efni hefir áður verið ritað í Náttúrufræðinginn undir nafninu: „Mosajafninn og frændur hans“ (I. árg., bls. 181). Þar var nokkuð minnzt á þróun byrkn- inganna og afstöðu þeirra til skyldleikakerfis plantnanna. Hér skal drepið stuttlega á byrkningaættirnar, sem til eru hér á landi, og hvernig má aðgreina þær. Fyrst má þá telja þá byrkn- inga, sem engan stöngul hafa ofanjarðar, heldur aðeins blöð, en af þeitn eru einungis til burknar (12 eða 13 tegundir, eitt af þeim er tófugrasið), og svo tungljurtin, og tvær aðrar plönt- ur henni skyldar. Þær eru lensutungljurt og naðurtunga. — Lensutungljurtin er auðþekkt frá frænku sinni á því, að bleðl- arnir á blaðkenndu kvíslinni eru yddir, en ekki mánalaga. Hún er frekar sjaldgæf. Á naðurtungunni eru blaðlcenndu kvíslarn- ar heilar, en ekki bleðlóttar eins og á tungljurtinni. Við flokk þeirra byrkninga, sem engan ofanjarðarstöngul hafa, mætti bæta álftalauknum. Hann ,er smávaxin planta, sem vex á tjarna- botnum. Blöðin eru öll strálaga, og standa í hvirfingu á leirnum, sem plantan vex í. Álftalaukur er sjaldgæfur. í annan flokk byrkninga, þeirra, sem hafa ofanjarðarstöngul, koma 3 ættir, elftingar, jafnar og mosajafni. Á elftingunum eru blöðin smá, eins og ofurlitlar þríhyrndar tennur, og eru kransstæð á stöngli og greinum, vanalega vaxin saman á röndunum. Stöngull og greinar eru liðótt, og mjög langt bil á milli blaðkransanna. Á jöfnum og mosajöfnum eru blöðin einnig smá, hreisturkennd,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.