Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 54
100 xáttúrukr. avo langt eru á veg komnir á þróunarbrautinni, að þeir hafa öðlast öll þrjú aðal-líffæri plantnanna, rót, stöngul og blað. í kornögnunum á frjóu greininni eru gróin, kornin eru því gró- hirzlur. Hvert gró er aðeins ein sella, sem myndast við sérkenni- lega skiptingu sellna þeirra, sem gró mynda, en ekki við sam- runa karl- og kvensellu, eins og þegar egg blómplantnanna frjóvgast. Þegar gróin eru fullþroskuð, rifna gróhirzlurnar, þ. e. kornin, og úr þeim falla gróin. Nú skyldi maður ætla, að upp af gróunum sprytti ný tungljurt, þar sem þeim er á annað borð ætlað að mynda nýja kynslóð, en því fer fjarri. Upp af gróunum vex mjög lítill og ófullkominn einstaklingur, sem nefnist for- kím, í öllu gerólíkur tungljurtinni. Á forkímunum myndast karl- og kvenkynfæri, karlkynfærin framleiða frjó, en kvenkynfærin egg. Frjóin frjóvga eggin, en á þann hátt ,er lagður grundvöllur und- ir nýja kynslóð, og sú kynslóð er tungljurtin. Að þessu leyti er tungljurtinni farið alveg á sama hátt og öllum byrkningum, — um þetta efni hefir áður verið ritað í Náttúrufræðinginn undir nafninu: „Mosajafninn og frændur hans“ (I. árg., bls. 181). Þar var nokkuð minnzt á þróun byrkn- inganna og afstöðu þeirra til skyldleikakerfis plantnanna. Hér skal drepið stuttlega á byrkningaættirnar, sem til eru hér á landi, og hvernig má aðgreina þær. Fyrst má þá telja þá byrkn- inga, sem engan stöngul hafa ofanjarðar, heldur aðeins blöð, en af þeitn eru einungis til burknar (12 eða 13 tegundir, eitt af þeim er tófugrasið), og svo tungljurtin, og tvær aðrar plönt- ur henni skyldar. Þær eru lensutungljurt og naðurtunga. — Lensutungljurtin er auðþekkt frá frænku sinni á því, að bleðl- arnir á blaðkenndu kvíslinni eru yddir, en ekki mánalaga. Hún er frekar sjaldgæf. Á naðurtungunni eru blaðlcenndu kvíslarn- ar heilar, en ekki bleðlóttar eins og á tungljurtinni. Við flokk þeirra byrkninga, sem engan ofanjarðarstöngul hafa, mætti bæta álftalauknum. Hann ,er smávaxin planta, sem vex á tjarna- botnum. Blöðin eru öll strálaga, og standa í hvirfingu á leirnum, sem plantan vex í. Álftalaukur er sjaldgæfur. í annan flokk byrkninga, þeirra, sem hafa ofanjarðarstöngul, koma 3 ættir, elftingar, jafnar og mosajafni. Á elftingunum eru blöðin smá, eins og ofurlitlar þríhyrndar tennur, og eru kransstæð á stöngli og greinum, vanalega vaxin saman á röndunum. Stöngull og greinar eru liðótt, og mjög langt bil á milli blaðkransanna. Á jöfnum og mosajöfnum eru blöðin einnig smá, hreisturkennd,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.