Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 11
NÁTTÚRUFR. 57 brúnar. Hulstrin á lengd við axhlífarnar, græn nema dökk fremst og með stuttri trjónu. Hæð 2—12 cm. Vex til fjalla, einkum í mýrajöðrum og hálfdeigjum. Orravatnsrústir norðan við Hofsjökul N. 1930. H. Mölholm Hansen og Thorvald Sörensen, Landmannaafréttur S. 1931, Brúaröræfi Au. 1933, St. Std. Otbreidd á báðum þessum síðari fundarstöðum. 8. Stellaria graminea L. Akurarfi (I. Ó., Sk. 1931—32, bls. 41). Greining: A. Krónublöðin lengri en bikarblöðin. Fl. ísl., bls. 93. 1. Háblöðin ekki randhærð. Stellaria crassifolia og S. humi- fusa. 2. Háblöðin randhærð. S. graminea. Lýsing: Fjölær, allstórvaxin jurt, með fer- strendum hárlausum stöngli með upp- sveigðum greinum. Blöðin stilklaus, br,eiðstriklaga eða mjólensulaga, oft lítið eitt randhærð við fótinn. Kvísl- skúfurinn stór, blómmargur með löng- um greinum, og randhærðum háblöð- um. Krónublöðin hvít, djúpklofin, lít- ið lengri en bikarinn. Bikarblöðin með 3 greinilegum taugum. Frjóhnappar rauðir. Hýðið á lengd við bikarinn. Hæð 50—100 cm. Illgresi í túnum og görðum. Akureyri N. I. Ó., Vífilsstað- ir SV. 1931 St. Std. Sennilega slæð- ingur, sem nú hefir ílenzt. 9. Sagina cæspitosa (J. Vahl) Lge. Fjallkrækill (I. Ó., Sk. 1927—28, bls. 43). Greining: II. Blómin (venjulegast) 5-deild. B. Krónublöðin lengri en bikarblöðin. Fl. Isl., bls. 99. 1. Krónublöðin tvöfalt jengri en bikarblöðin. Sagina no- dosa. 2. Krónublöðin litlu lengri en bikarblöðin. S. cæspitosa. 6. mynd. Akurarfi. (Úr Blytt).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.