Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 48
NÁTTÚRUPK. 94 „Mér dettur í hug að minnast við yður á tilraunir, sem eg vildi mjög geta orðið hvatamaður að heima þar, en sem ef til vill engum hefir í hug komið á íslandi enn þá. Það er býflugna- rækt. Mér finnst eg alveg viss um, að þessa iðjugrein mætti vel taka upp þar á landinu, sem veðrátta væri hagstæðust, sérstak- l.ega hvað sólskinið snertir. Eg skrifaði fyrir nokkrum árum grein í Lögberg um „Kornrækt á íslandi“, og tók einn góður landi þá í lurginn á mér fyrir þá vitleysu, að halda að korntegundir yrðu ræktaðar á klaka. Eg er auðvitað ókunnugur á íslandi og þorði því ekki að benda á til tilrauna annað en haustrúg. En nú hefir reynslan sýnt, að jafnvel hafrar geta þroskast þar. Eg skrifaði og um „Býflugnarækt á íslandi“ í Lögberg og hafði í huga að bæta þar nokkru við seinna, en það hefir eigi orðið af því vegna annríkis, þar sem eg er oftar en hitt einn við heimilisverkin. Hugsað hafði eg að leita um við Guðm. sál. Bárðarson (sem gift- ur var dóttur eins míns bezta vinar), hvort hann myndi fáan- legur til að gera tilraun í þessa átt. En það mátti heita, að eg frétti lát hans um leið og eg fékk áritun hans.--------Það er öldungis ekki nauðsynlegt að ,,lærður“ né vísindamaður geri til- raunina; margur hér á landi, og eg sjálfur þar á meðal, byrjar á þ.essum starfa alveg þekkingarlaus, en oftast með bók eða bækur í hendi. Ef svo skyldi vera, að einhvern, sem þér þekkið,. grípi löngun til að vita eitthvað sérstakt þessu viðvíkjandi, gæti eg gefið nokkrar leiðbeiningar þeim, er e lc k e r t vita um efn- ið. En eitt langar mig til að fá upplýsingar um: Hvað eru að jafnaði margir sólskinsdagar á árinu, þar sem bezt lætur á ís- landi? Býflugum geðjast ekki að vosbúð og fúlviðri. Þær eru ekki einungis hagfróðar og iðjusamar, heldur gæta heilbrigðis- regla ykkar læknanna möglunarlaust, rétt eins og einhver huldu- læknir hefði gefið þeim lexíu í upphafi vega---------“. Eg fann mig knúðan til að birta (þó í óleyfi væri) svo góð- an bréfkafla. Og eg kaus að gera það hér í Náttúrufræðingnum, því ,eg veit, að hann er lesinn af öllum þorra þeirra, sem unna öll- um náttúrufróðleik og ekki sízt allri hagnýtri náttúrufræði. Mér finnst trúlegt, að einhverjir þeirra mundu vilja gera fyrstu til- raunina í býflugnarækt hér á landi. En þá stendur þeim til boða, eins og í bréfkaflanum er tekið fram, að leita sér góðrar leið- beiningar hjá ofannefndum bréfvini mínum, og er utanáskrift hans sem hér segir: Mr. Jón Einarsson, Foam Lake, Sask. Canada. Býflugnarækt er stunduð í löndum, sem liggja jafn norðar- lega og útkjálkasveitir á Norðurlandi, og víða þar sem vetrar- kuldi er miklu meiri en á íslandi. Það er því að fyrra bragði

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.