Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 43
89 NÁTTÚRUFR- inu, svo að það hitnar mjög reglulega eftir dýpinu. Það er kald- ast (efst, rétt undir ísnum, eða 0°, og ef til vill 4° við botninn, ef það er djúpt. Ishellan á yfirborðinu leiðir illa hita (um 30 sinnum ver en járn) og tefur fyrir kólnun vatnsins, og þeim mun ver leiðir ísinn, sem hann þykknar, svo að þykknunin verður örust fyrst, en síðan hægari og hægari. Ef dregur úr frostinu, án þess þó að fara upp fyrir 0°, getur ísinn jafnvel farið að þynnast aftur neðan frá: botnhiti vatnsins leiðist þá örar upp undir ísinn, en loftkuldinn niður í gegnum íshelluna. Af þessu er auðsætt, að í þíðum leysir ísa ekki einungis að ofan, heldur einnig að neðan, þó að hægar fari. Það, sem nú er sagt, á aðeins við um fersk stöðuvötn. í sjó kemur ýmislegt fleira til greina(svo sem selta, hafstraumar o. fl.), sem truflar nokkuð þessi einföldu lögmál og gerir þau flókn- ari. Hér skal ekki farið út í það, en stuttlega minnzt á straum- vötn, þ. e. ár og læki. í ám og lækjum er vatnshitinn oftast jafn á öllu dýpi, því að straumkastið hrærir svo upp í vatninu. Þó getur aðeins brugð- ið út af þessu í allra lygnustu fljótum og síkjum eða stórum hyljum (sjá síðar). En fyrst skulum við hugsa okkur venjulega íslenzka fjallaá að hausti. Hún kólnar fremur fljótt, því að vatn- ið hefir mikla snertingu við loftið, ekki sízt í fossum og hávöð- um, þar sem það v,erður hvítfreyðandi af örsmáum loftbólum. Kólnunin verður jafnör á öllu dýpi, því að vatnið hrærist svo vendilega saman. Svo kemur að því, að vatnshitinn er orðinn 0° og ískrystallar taka að myndast, en ekki eingöngu á yfir- borði. Vatnið við botninn er líka 0° og tilbúið að krystallast. Krystallar myndast hvarvetna, allt frá yfirborði til botns, en hversu ört, er komið undir frosthörkunni. Við hvern krystall, sem myndast, losnar úr læðingi sá hinn sami hiti og fór til þess að leysa upp, bræða, jafnstóran ískrystall síðastliðið vor, þegar ísa leysti. Þessi hiti fer nú út í vatnið og tefur fyrir myndun næsta krystalls. Eins og fyr segir, hafa ískrystallarnir minni eðlisþyngd en vatnið, fljóta því upp um leið og þeir verða til og mynda krap, semskríður ofan á ánni undan straumi. Krapið strandar á grynn- ingum við strendurnar og nemur staðar á lygnum vogum, frýs þá fastara saman og myndar skarir, sem leggjast lengra og lengra út á ána, eftir því sem meira krap frýs við þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.