Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 55
NÁTTÚRUPR. 101 en standa svo þétt, að þau hylja allan stöngulinn. Loks má þekkja mosajafnann á því, að blöðin eru dálítið tennt, stöng- ullinn mjög fíngerður, og plantan öll mjög lítil. Á jöfnunum eru blöðin vanalega heil, stöngullinn stinnur og þyrrinn. Á. F. Um stjörnuhröp. í síðasta hefti Náttúrufr. var grein, sem hét, „Stjörnuhröpin í Vestmannaeyjum“; lofaði eg því þar neðanmáls, að minnast nokkuð nánar á þennan náttúruviðburð, sem 9. október sást í mörgum löndum. Verður þetta bezt gert með því að þýða dálitla grein um stjörnuhröpin, úr nóvemberhefti danska timaritsins: „Naturens Verden“. Greinin er þannig: „Hinn 9. október, snemma kvölds, gat að líta fagurt fyrirbrigði á himninum, hið fegursta „stjörnuregn", sem stóð yfir frá klukkan átta þangað til klukkan hálf ellefu. Stjörnuhröpin virtust byrja við ákveðinn depil á himninum, nálægt stjörnunni Gamma í stjörnu- merki því, sem nefnist Drekinn. Að stjörnurnar virtust koma frá einum depli stafar af því, að auganu virðast brautir þeirra renna saman, á meðan að þær eru langt burtu frá jörðinni, en í raun og veru eru brautirnar samhliða- Það eru þekkt mörg stjörnuhröp, sem endurtakast reglulega ár eftir ár, á sömu tímum. í ágúst hrapa t. d. stjörnur úr hóp þeim, sem nefnist „Perseidar" og úr hóp „leonidanna“ hrapa stjörnur 16.—17. nóvember. Það er sann- að, að „Perseidarnir" eru leifar af halastjörnu, sem sást árið 1862, hún gengur kringum sólina eftir mjög langri sporbaugs-braut. Einnig „Leonidarnir“ eru leifar af halastjörnu, sem fannst 1866, og gengur kringum sólina á 331/4 ári. Stjörnuhröpin, sem áttu sér stað 9. október, eru einnig af völdum halastjörnu, sem heitir Gia- cobini-Zinner, hún gengur í kringum sólina á 6,6 árum, og sást síðast í apríl 1933. Jarðbrautin skar braut þessarar halastjörnu 9. okt., en þá hafa brot, sem orðið höfðu eftir af stjörnunni á braut hennar, komizt undir áhrif aðdráttaraflsins frá jörðinni, og hrap- að til jarðar. Þessum stjörnuhröpum hafði verið spáð í enska tímaritinu „Nature“, en ekki verið tekið mark á spádómnum, og því voru hvergi gerðar ráðstafanir fyrir fram til þess að athuga stjörnuhröpin frá stjörnuturnum heimsins. Engan grunaði að minnsta kosti, að stjörnuhröp þessi yrðu eins greinileg og fögur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.