Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 47
93 NÁTTÚRUFR. „Þaö var komið fram yfir réttir, og því orðið skuggsýnt. Á áliðnu kvöldi heyrði eg vein hátt og skerandi, og gat eg ekki hugsað mér hvað það væri, sem gæfi það frá sér. Varð það úr, að •eg gekk á hljóð þetta. Komst eg vestur að Kálfá, og varð þá þess brátt vísari, hvað það var, sem gaf hljóðið frá sér. Utan í árbakkanum sat eða hékk ö r n, sem búin var að hremma lax með annari klónni, en hinni hafði hún krækt í árbakkann, en afl skorti hana til þess að draga laxinn að sér, og var ekki annað sýnna en hún myndi rifna í sundur. Losaði eg klóna úr bakkanum og dró örnina og laxinn upp, en ekki náði eg klónni úr laxinum nema með því móti að skera burt bita í kringum hana, og fékk örnin ekki stærri hlut í það sinn, en virtist frelsinu fegin. Laxinn var veginn og vó 15 pund. Ekki er neinum vafa bundið, að þarna hefði örnin látið lífið, ef eg hefði ekki heyrt .köll hennar“. Gísli Högnason. Býflugnarækt á íslandi. Einhver vantrúarseggur, sem fyrirsögnina les, mun segja: „O, jæja, — býflugur fyrst, og svo kemur sjálfsagt silkiorma- rækt þar næst!“ Þeim segg er því að svara, að silkiormar eru að verða alveg óþarfir, úr því mönnunum hefir loksins hug- kvæmst og tekist, að búa til sjálfir silki, eins vel og beztu silki- ormar höfðu einir kunnað í þúsund árþúsundir, eða lengur þó. Og úr því blessað kvenfólkið er harðánægt með kúnstsilkisokk- ana, þá skulum við láta silkiormana eiga sig í bráð. En býflugurnar búa til svo gott vax og svo indælt hunang, að annað eins gerir enginn þeim eftir, og sízt þó f o r v a x i ð svonefnda, sem ilmar eins og bezta reykelsi, þegar því er brennt. Mér hefði þó sennilega aldrei hugkvæmst að fara að rita um býflugnarækt hefði ekki skyndilega kviknað í mér áhugi fyrir málinu af að lesa bréf frá landa einum vestanhafs, Jóni bónda Einarssyni í Foam Lake. Bæði af bréfaskiftum við hann, og af afspurn, veit eg hann vera fjölfróðan mann og gagn- fróðan. Hann segir í bréfi, er eg nýlega fékk frá honum, á þessa leið:

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.