Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 16
8 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN prófessor Guðmund G. Bárðarson leið. Alla tíð vann Kári ötullega að söfnun steingervinganna í Tjörnesbökkum. Framan af ævinni Iét liann söfn sín af liendi við ýmsa sérfræðinga, er hann treysti til, að ynnu úr þeim. Mun honum á stundum hafa þótt sem lítið gengi undan í því efni. Síðustu árin hygg ég, að hann hafi lagt kapp á að koma upp sem fullkomnustu steingervingasafni úr bökkunum og rekja skeljalög þeirra sem nákvæmast. Hepjmaðist honum að finna áður óþekkt skeljalög neðst í Kambsgjá, og Iiann mun einnig fyrstur hafa tekið eftir því, að jarðlögum Breiðavíkur hallar á annan hátt en plíósenu lögunum vestan á nesinu. Kári Sigurjónsson var hár maður vexti og fríður sýnum. Hann var margfróður og skemmtilegur í v.'ðræðum, hóglátur og prúður, svo að af bar. Sá, sem þetta ritar, átti Jiess nokkrum sinnum kost að njóta leiðbeininga hans um Tjörnesbakka og frábærrar gestrisni á heimili hans. Kári var kvæntur Sigrúnu Árnadóttur frá Þverá í Reykjahverfi. Lifir hún mann sinn. Varð þeim hjónum fimm barna auðið. Þau eru: Guðný Hulda, Dagný (látin), Ásdís, Árni og Bjarki. Búa synir þeirra nú að Hallbjarnarstöðum. Auk Jress ólu Jrau hjón upp eina fósturdóttur, Önnu að nafni. Kári var jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 2. febrúar síðastliðiirn. [Um ætt Kára þá, er að framan greinir, hefur Benedikt Sveinsson, fyrrv. alþ.nt. leiðbeint mér.] Jóhannes Askelsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.