Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 20
12 NÁIT ÚRUFRÆtílNGURINN helluhraunið í ytri barmi hinnar hringmynduðu malargryfju. Uppi á stabbanum vottar enn fyrir botni gígskálarinnar, sem áður var getið, í austanverðum hólnum. Þar suður af er malargryfjan nú dýpst. Þar nær hún niður úr rauðamölinni svo að sér á undirlag hennar neðst í stálinu. Ætla mætti, að undirlag gervigíga væri jafnan hraun, sama hraun- ið sem lagði til efnið í gíghólinn, meðan það var enn ekki að fullu storkið. En svo er ekki um Rauðhól. Að minnsta kosti þar, sem grafið liefur y'erið h'ður iir honum, hvíldi liann á sjávarmyndunum, leir og sandi, sem hvergi sér niður úr í gryfjunni. Þessi sjávarlög ná frá gryfjubotni um mannhæð upp eltir stáli'nu suður og suð- austur af stabbanum (merkt X á teikningunni). Þau hafa nokkuð haggazt , sem sízt er að furða, í eldganginum. Þó liggur sandurinn yfirleitt ofan á leirnum, og mun svo hafa verið uppliaflega, en þunn leirlög eða Ieirlinsur eru j)ó einnig milli sandlaganna. Leirinn er ljósblágrár að lit og svo mjúkur og ]>jáll, að auðveld- lega má hnoða hann og klípa sundur milli fingra sér. Hann er ólag- skiptur, og finnst ekki til sandkorna í honum. Sandurinn er einnig mjög laus í sér, allur smáger og með heldur ógreinilegri lagskipt- ingu. Enga steinvölu lief ég fundið í sandinum. En aftur á móti er hann talsvert mengaður skeljábrotum og jafnvel heilum skcljum. Allt er ]>að skeljar af sjódýrum. Langmest bar |)ar á kræklingi (Mytilus edulis) og öðu (Modiola modiolus), en auk jaess fundust: smyrslingur (Mya íruncata), kletta- doppa (Litorina rudis), þangdoppa (L. obtusata), nákuðungur (Pur- jmra lapillus), beitukóngur (Buccinum undatum), hrúðurkarlar (Balanus sp.) og mosadýr (Bryozoa). Loks ltef ég enn fundið tvo beinbúta (annan neðraskoltsbe'n úr liski?). Allar Jiessar dýrategundir eru enn algengar í Eaxaflóa, og bendir J>að til ]>ess, að sjór hafi verið fulllilýnaður eftir ísaldarlokin, jaegar j>ær lifðu. Margár af skeljunum voru samlokur, og kítínlagið tolldi enn á mörgum. -Af livoru tveggja má ráða, að dýrin hali lifað þarna um það leyti, er sandlögin mynduðust, en ekki velkzt lengi dauð í l'jörum né á sjávarbotni. Flestar hinna stærri skelja eru brotnar, klemmdar saman undir fargi liraungjalIs ns á hinum lausa sandi, en brotin liggja saman. Yfir þessari sjávarmyndun liggur elni hólsins sjáífs: gjall og klepr. ar, eins og áður getur. En innan um þetta gosgrýti er tvenns konar ívaf af allt öðru tagi: hvítir leirkögglar og grágrýtishnullungar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.