Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 23
RAUÐHÓLL 15 hljóta að vera ættaðlr úr hnullungadreif eða -kambi, senr liggur að vísu nokkru dýpra, en er þó meðal hinna ungu, lausu jarðlaga, sem liggja ofan á grágrýtisgrunninum. Þetta styður óneitanlega þá skoð- un, að um gervigos eitt hafi verið að ræða við ’myndun Rauðhóls. Ef þar hefði komið upp raunverulegt eldgos, djúpt úr jörðu, mætti búast við að finna meðal gosefnanna aðkomusteina brotna úr föstu bergi, grágrýti eða móbergi. En ekkert slíkt brot lief ég getað fundið þrátt fyrir allm kla le-it. Allir |>eir aðkonnisteinar, sem eru úr grá- grýti — eins og berggrunnurinn fast norðan við Rauðliól og væntan- lega einnig und.’r lionum — eru lábarðir hnullungar. En ef Rauðhóll er gervigígur, nægir ekki sú skýring hinna erlendu jarðeldafræðinga, sem að framan getur, að við slíkar myndanir gjósi aðeins upp úr þykku hraunflóði, því að við myndun Rauðhóls hefur bersýnilega gosið upp úr undirlagi hrauns'ns. — Og xneira að segja: Skýring sú, er Iiér að framan var höfð eftir Þorvaldi Thoroddsen, hrekkur skamrnt, því að Rauðhóll er a. m. k. að nokkru leyii mynd- aður framan eða utan við jaðar hins rennandi lirauns. Þessar stað- i-eyndir, býst ég við, að flestum (erlendum) jarðeldafræðingum þættu stappa nærri fullri sönnun fyrir því, að Rauðhóll sé ekki gervigígur, heldur raunverulegur eldgígur, myndaður áður en hraun- ið rann. En því til andsvars vil ég benda á enn eina staðreynd, sem styður gervigígst i 1 gátuna. Hér í nágrenninu — og raunar víðar um land — eru ýmsar jarð- myndanir, sem líkjast svo Rauðhól, að ætla verður, að þær séu eins til orðnar. Skulu hér nefndir til dærnis Rauðamelur við veginn suður með sjó, um .5 krn ,,suður“ (þ. e. VSV) frá Rauðhól, og Rauðhólar við Elliðavatn. Enn fremur má benda á gjallhólana í Aðaldal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Á síðustu árum hefur feikimikil íauðamöl verið tekin bæði úr Rauðamel og Rauðhólum, en ég hef ekki skoðað malargryfjurnar til neinnar hlítay. Þó hef ég séð í Rauðamelsgryfj- unum svipaða hvíta leirköggla sem í Rauðhól. Allir þessir gjallhólar eða þyipingar af gjallhólum standa í hraunum. En á milli hraun- anna eru stór svæði, þar sem einsætt er, að jarðeldur Iiefur aldrei bært á sér eftir ísöld — í Aðaldal jafnvel ekki síðan löngu fyrir ísöld. Hraunin, sem hólarnir standa í, hafa öl 1 runnið langar leiðir að. Með öðrum orðum: gjallhólarnir eru ekki á neinu jarðeklasvæði. El' þeir væru raunverulegar eldstöðvar, þá væru þeir í fyrsta lagi ein- kennilega afskekktir frá öðrum eldstöðvum. í öðru lagi væru þessir stöku hólar eða óreglulegu hólaþyrpingar hér í grenndinni kynlega

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.