Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Það var vissulega ekki í von um ábata, að hinir tveir áhugasömu stofnendur Náttúrufræðingsins lögðu út í þetta fyrirtæki. Hitt mun hafa vakað fyrir þeim, að veita hinni fróðleiksfúsu íslenzku alþýðu aukna þekkingu í náttúrufræði, og kenna henni að hugsa og tala um þessa hluti á sínu eigin máli. Raunvísindin og tæknin voru að gerbreyta hugsunarhætti og lifnaðarháttum þjóðarinnar, og það var nauðsynlegt að leiða hana inn á þau svið þekkingar- innar, er þarna lágu til grundvallar. Náttúrufræðingnum var strax vel tekið og hefur hann notið al- mennra vinsælda alla tíð. Hann hefur flutt lesendum sínum marg- víslegan fróðleik um náttúrufræðileg efni og vakið áhuga þeirra og eftirtekt fyrir náttúrlegum hlutum. Hann hefur fært lesendur sína nær veruleikanum og aukið skilning þeirra og dómgreind. Hann hefur auk þess auðgað íslenzka tungu og sýnt, að hún er ekki síður hæf til túlkunar á náttúrufræðilegum sannindum, en skáldlegum liugmyndum, sögum og sögnum. Með þessu öllu hefur Náttúrufræðingurinn leyst af hendi mjög merkilegt starf í þágu íslenzkrar menningar. Á síðari árum hafa vísindalegar rannsóknir íslenzkra náttúru- fræðinga farið mjög í vöxt. Niðurstöður slíkra rannsókna þarf að birta, svo að þær komi að tilætluðum notum, en það reynist oft erfitt. Tímarit, sem ætluð eru alþýðu manna, eru að vonum treg til þess að birta greinar um torskilin vísindaleg efni, sem ef til vill aðeins einn af hverju þúsundi landsmanna liefur áhuga fyrir. Slíkar greinar auka ekki útbreiðslu alþýðlegra tímarita, en þar má ekki miklu muna, því að áskriftafjöldi að tímaritum reynist hér alltaf lielzt til lítill, sem vonlegt er með svo fámennri þjóð. Einnig á þessu sviði hefur Náttúrufræðingurinn gert ómetan- legt gagn. Jafnframt þeim almenna fróðleik, sem ritið hefur flutt lesendum sínum, hefur það líka birt talsvert af vísindalegum grein- um eftir íslenzka náttúrufræðinga. Þarna hefur verið skýrt frá niðurstöðum rannsókna, sem annars hefði sennilega ekki verið hægt að birta, og þá ekki náð tilætluðum árangri. Þess skal getið höfundum þessara greina til verðugs lofs., að þeir hafa jafnan lagt sig mjög fram að greina svo frá rannsóknum sinum, að fleiri mættu skilja, en sérfræðingar einir. Náttúrufræðingurinn gegnir þannig nú orðið tveimur hlutverk- um. Hann er að öðrum þræði alþýðurit, að hinum vísindarit. Með

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.