Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 25 ÁRA 3 Guðmundur G. Bdrðarson Árni Friðriksson tilliti til þessa tvíþætta hlutverks var ritið stækkað fyrir ári síðan, úr 12 örkum í 15 arkir. Þessi stækkun Náttúrufræðingsins ásamt hækkuðum prentkostnaði hefur það í för með sér, að hækka verð- ur áskriftarverð ritsins frá síðustu áramótum upp í kr. 50.00. Þrátt fyrir það verður talsverður rekstrarhalli á ritinu. Er hann borinn uppi af Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi, sem að sínu leyti nýtur styrks úr ríkissjóði, og af sjóði þeim, er Þorsteinn Kjarval gaf Nátt- úrufræðingnum haustið 1952. í tilefni af 25 ára afmæli Náttúrufræðingsins, þykir tilhlýðilegt að rifja upp helztu atriðin úr sögu ritsins. Fyrstu 2 árin önnuðust þeir Guðmundur G. Bárðarson og Árni Friðriksson ritstjóm og útgáfu Náttúrufræðingsins báðir saman, en við andlát Guðmundar í marz 1933 tók Árni einn að sér ritið. Var hann ritstjóri þess til ársloka 1941 (3.—11. árgangur), en útgefandi til ársloka 1939. Árið 1940 var Náttúrufræðingurinn í eign Guðjóns Ó. Guðjónssonar og gefinn út af honum, en í ársbyrjun 1941 keypti Hið íslenzka nátt- úrufræðifélag ritið og hefur gefið það út síðan, nú síðustu 5 árin ' sem félagsrit.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.