Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 12
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hámarki árið 1951. Þá nam heildarkarfaveiði Norðurálfu 210 þús. tonnum, eða rúmlega 3,7% af heildarfiskafla Norður-Evrópuþjóða. (Skv. skýrslum til 1953). Mörgum hefur þótt það sæta furðu, hversu vitneskja okkar um karfann er lítil borið saman við það, sem vitað er um flesta aðra nytjafiska. En þetta er skiljanlegt, ef við höfum það í huga, að verulegt kapp er fyrst lagt á karfaveiði eftir 1930, og reglu- bundnar karfarannsóknir hófust ekki fyrr en nokkru seinna og þá í smáum stíl. Höfðu þá verið stundaðar reglubundnar rannsóknir á ýmsum öðrum fisktegundum um áratugi, t. d. þorski og síld. Er það ekki nema eðlilegt, að megináherzla sé lögð á rannsókn þeirra tegunda, sem mikilvægastar eru fyrir fiskveiðar þjóðanna. Hin allra síðustu ár hefur líka komizt aukinn skriður á rann- sóknir á karfanum með aukinni þýðingu hans. Þessar rannsóknir eru samt á byrjunarstigi, og vantar mjög mikið á, að hægt sé að segja um lifnaðarhætti karfans með nokkurri vissu. í ljósi rann- sókna síðustu ára hafa þó ýmis mikilvæg atriði skýrzt. Reynt verður hér á eftir að bregða upp mynd af lifnaðarhátt- um karfans, eftir því sem vitneskja okkar leyfir í dag. En engum ætti að vera það ljósara en höfundi þessarar greinar, að sú mynd er mjög ófullkomin. Heimkynni karfans eru Norður-Atlantshaf. Þótt karfinn sé nær eingöngu veiddur í botnvörpu, er hann ekki staðbundinn botnfiskur, heldur lifir hann einnig, a. m. k. á vissum tímum, uppi í sjó á all miklu dýpi, yfir djúpum úthafsins. Þannig hefur m. a. veiðst nokkurt magn af karfa á flotlínur á 100 faðma dýpi, á djúpu vatni úti fyrir Noregsströndum. Enn fremur sýnir útbreiðsla ný- klakinna seiða hið sama, en að því verður vikið seinna. Utbreiðsla karfans úti á opnu hafi er ekki þekkt ennþá, enda er hún sennilega háð ástandi sjávarins hverju sinni og því breytileg. Við strend- urnar er hins vegar útbreiðslan, svo sem veiðarnar bera með sér: Frá Cape Cod á austurströnd Ameríku norður til 71. breiddarbaugs við Vestur-Grænland, við SA-Grænland og strendur íslands, á hryggnum milli Færeyja og íslands, við strendur Noregs og í Bar- entshafi allt austur til Nowoja Semlja og norður til Svalbarða. (Sjá 1. mynd). Karfinn lifir á allmiklu dýpi. Er hann einkum veiddur á 200—500 metrum og jafnvel dýpra, en er sjaldan að fá að nokkru ráði á minnu en 100 metmm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.