Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 13
UM LIFNAÐARHÆTTI KARFANS 7 1. mynd. Kortið sýnir í grólum dráttum útbreiðslu karlans með ströndum fram. Helztu veiðisvæðin eru gefin til kynna með svörtum flekkjum. Karfinn fæðir lifandi afkvæmi, svo sem kunnugt er, en það var danski dýrafræðingurinn Kröyer, sem fyrstur benti á þetta, árið 1845. Þetta fer þó oft fram hjá fiskimönnum, því að seiðin eru mjög smá 5—6 mm nýklakin, en hrygnan gýtur Jreim um það bil eða alveg nýklöktum. Meðal fiska, sem fæða lifandi afkvæmi, hefur karfinn þá sérstöðu, að afkvæmafjöldinn er allmikill, áætlaður 100—150 þús. Annars eru afkvæmi slíkra fiska oftast fá. Það er augljóst mál, að eðlun verður að fara fram hjá karfanum, til þess að innri frjóvgun geti átt sér stað, svo sem raunin er. Hins vegar eru athuganir á ýmsum atriðum í sambandi við tímgun karfans erfiðar, þar sem ekki er unnt að halda honurn lifandi í fiskabúrum og athuga Jiiannig beint hætti hans. Karfinn, sem lifir í svona miklu dýpi, er dauðans matur, þegar hann kemur upp á yfirborðið, Jorýstingsmunurinn er svo mikill. Á þessu sviði hefur því vitneskja okkar verið mjög í molum og uppi ýmsar getgátur, sem margar hverjar hafa reynzt byggðar á ónógum efniviði, og offáum athugunum. Rannsóknir á tímgun karfans voru þannig mjög að- kallandi. Verður hér nú að nokkru getið þeirra athugana, sem greinarhöfundur hefur gert á lifnaðarháttum karfans undanfarin ^ár (8).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.