Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 21
UM LIFNAÐARHÆTTI KARFANS 15 minnkandi í apríl. Aðalgottíminn er síðan í maí, svo að það tekur eggið ca. 4—5 vikur að klekjast. Nýklakin eru seiðin lítil, aðeins 5—6 mm, en þau synda þó líflega um og fara strax að bera sig eftir fæðu. (Sjá 10. mynd). í örfáum orðum má draga saman það, sem leitast liefur verið við að færa sönnur á hér að framan: Hængar eru kynþroska á haust- in og fer eðlun fram á tímabilinu október til janúar. Á þeim tíma er gotan enn lítt þroskuð og eggin hvergi nærri fullþroskuð. Sæð- ið geymist í gotunni, unz eggin eru tilbúin til frjóvgunar, en frjóvgun þeirra fer fram í marz. Klakið tekur svo ca. 4—5 vikur, en aðalgot fer fram í maí. Yfir sumarmánuðina myndast aftur sæði í svilunum, og gotan jafnar sig eftir gotið. Þroskastig svila og gotu falla því ekki saman hjá karfanum, svo sem venjan er hjá beinfiskum. Meðal beinfiska er það yfirleitt reglan, að svilin eru stærst og þrútnuzt yfir gottímann. Þetta er ekki raunin hjá karfanum. Hann liefur stærst og þrútnuzt svil á tíma- bilinu maí til júlí, þ. e. skömmu eftir að hrygnan hefur gotið, og nokkrum mánuðum áður en eðlun fer fram. Þetta er mikilvægt atriði í sambandi við ákvörðun kynþroska karfans, en hún kann aftur að hafa þýðingu fyrir aðgreiningu hinna ýmsu stofna. í þessu sambandi er rétt að víkja að útbreiðslu gotstöðvanna. Karfinn virðist ekki vera bundinn ákveðnum botnsvæðum til gots, svo sem títt er um aðra fiska. Hins vegar virðist got fara fram að miklu leyti upp í sjó, þar sem ákveðin skilyrði eru fyrir hendi. Samkvæmt dönskum rannsóknum (11) er talið, að aðalgotsvæði liins evrópiska karfastofns séu í hafinu suðvestur af íslandi og undan vesturströnd Noregs á mjög víðáttumiklu svæði. Eru þessar rann- sóknir byggðar á útbreiðslu nýklakinna karfaseiða og á sjórann- sóknum frá sama tíma. Talið er, samkvæmt þeim, að gotið fari fram í 200—500 m dýpi, þar sem hiti er ekki undir 3—4°C og ekki yfir 8—8,5°C, og seltan rnilli 34,8% og 35,3%. Samkvæmt þessu er hér um víðáttumikið svæði að ræða. Vitneskja okkar um hina ýmsu karfastofna er ennþá mjög tak- mörkuð. Það er þó ekki úr vegi að minnast á þetta atriði nokkr- um orðum. Sem kunnugt er greinum við að tvær tegundir af karfa: I_.itla karfa (Sebastes viviparus) og stóra karfa (Sebastes marinus). Litli karfi er mun smávaxnari en stóri karfi. Hann er bundnari 'I strandsvæðunum og lifir á minna dýpi, enn fremur mun hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.