Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 29
Ingólfur Davíðsson: Flutninéakeríi ^óðursins Hjartað dælir blóðinu um líkama manna og dýra. Blóðið flytur næringu, úrgangsefni, súrefni og koltvísýring. En hjarta er ekkert í trjám eða jurturn. Hvernig berast þá efnin um plönturnar? Æða- strengir kvíslast um rætur, stöngla og blöð eins og alkunnugt er. Þeir sjást eins og upphleypt rif á neðra borði margra blaða. I hverj- um æðastreng eru tvenns konar leiðsluvefir, þ. e. viðarvefur og sáldvefur. Viðarœðarnar eru allsterkar, langar pípur með viðar- kennda veggi. Þær eru gerðar úr löngum, dauðum frumurn, sem liggja í framhaldsröð. Hafa endaveggirnir horfið, svo að viðar- æðarnar líkjast vatnsleiðslupípum, enda er hlutverk þeirra að flytja vatn með uppleystum næringarefnum frá rótinni, upp eftir stönglinum til blaða, blóma og aldina. Viðaræðarnar geta verið svo metrum skiptir á lengd. í sumum trjám er þvermál þeirra allt að 0,2 mm, og sjást þær greinilega eins og smáæðar eða holur á þversneið eikarviðar og asktrés. í stráum korntegunda eru viðar- æðarnar allt að 0,1 mm í þvermál og sést aðeins móta fyrir þeim með berum augum. Hvaða máttur lyftir vatninu frá rótinni til blaða og blóma? Þar eru bæði dæluafl og sogkraftur að verki. En af þessu tvennu er sogið að ofan öflugast. Oft er talað um rótarþrýstinginn að neðan. Lifandi rótarfrumur gefa frá sér sölt inn í dauðar viðaræðar rót- anna og þessi sölt sjúga síðan vatn úr rótarfrumunum, líkt og t. d. saltpétur o. fl. sölt sjúga í sig vatn. Mætti ætla, að naumast væri um mikið vatnsmagn að ræða á þennan hátt, en ef jurt( t. d. netla) er sniðin af niður við jörð í votu veðri, seytla 10—20 g vökva úr sárinu á tveimur dögum. Auðvitað munar um þetta, en miklu öfl- ugra er samt sog blaðanna að ofan. Það gufar stöðugt vatn út úr blöðunum. Salt- og sykurupplausnirnar í blaðfrumunum verða sterkari við útgufunina og sjúga í sig vatn af miklu afli. Ef blaðra

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.